Loading Events

JÓLAKÚLUR eru einstök jólaskemmtun sem hljómsveitin Vitringo Star stendur fyrir.

Miðaverð

Miðaverð er aðeins 1.500 kr.

Dagskrá

Á dagskránni eru skemmtileg jólalög, glens og grín, heimilistækjaeftirhermur, töfrabrögð og fleira.

Skemmtunin er til styrktar Minningar- og styrktarsjóðnum Erninum. Örninn styður við börn og unglinga sem hafa orðið fyrir sorg og áföllum. Skoðið nánar arnarvaengir.is

Hljómsveit

Hljómsveitina Vitringo Star skipa þeir Henning Emil Magnússon, Lárus Guðmundsson og Guðmundur Karl Brynjarsson, en þeim til halds og trausts verða Hannes Pétursson, Matthías Baldursson og Steinar Kristinsson.

Góðir jólagestir skemmta einnig

Arnar Dór, Gógó, Jósef Elvis, Einar Clausen og leynigestir munu einnig láta ljós sitt skína.

Til sölu verður kakó og ristaðar möndlur á góðu verði.

Deildu þessu með vinum þínum!