Leikjanámskeið KFUM og KFUK fyrir 6-9 ára

Upplýsingar og skráning fer fram hjá KFUM og KFUK

Holtavegi 28 – sími: 588 8899 – 691 8423

Sjá nánar: https://www.kfum.is/sumarstarf/leikjanamskeid/

KFUM og KFUK starf í Lindakirkju

Lindakirkja býður uppá vandað barnastarf fyrir börn 9-12 ára, í samvinnu við KFUM og KFUK. Í starfinu, sem er börnunum að kostnaðarlausu, mikið er lagt uppúr leik, söng og gleði þar sem allir eru virkjaðir með. Bingó, þrautir, hópefli, gestir og spurningakeppnir er meðal dagskrárliða ásamt helgistund og fræðslu um kristna trú. Í lok vorannar endar starfið með ferð í Vatnaskóg yfir eina nótt. Ferðin er valkvæð og greiðist kostnaður við hana af þátttakendum.

KFUM drengjastarfið verður einu sinni í viku á mánudögum frá 15:00 -16:00.
Leiðtogar í vetur eru Sr. Guðni Már Harðarson, Gunnar Hrafn Sveinsson kennaranemi og Róbert Ingi Þorsteinsson nemi í Tækniskólanum.

KFUK stúlknastarfið verður einu sinni í viku á mánudögum frá 16:10 – 17:10. 
Leiðtogar í vetur verða  Agnes Björk Brynjarsdóttir, Bríet Eva Gísladóttir og Nanna Guðrún Sigurðardóttir

Hetjan ÉG!

-Nýtt og vandað námskeið fyrir stráka í 5. og 6. bekk á vegum KFUM og KFUK í Lindakirkju hefst 11. mars

KFUM í samstarfi við Lindakirkju fer nú af stað með spennandi námskeið fyrir stráka í 5. og 6.bekk.
Markmið námskeiðsins er að miðla markmiðasetningu, félagsfærni og jákvæðri sjálfsmynd. Einnig verður farið yfir mikilvægi þess að taka ábyrgð, hrósa og þora að takast á við áskoranir.
Námskeiðið verður í Lindakirkju á mánudögum frá 16:30-18:00 og samanstendur af 6 samverum auk sólarhringsferðar í Vatnaskóg.

Fyrsta samveran verður mánudaginn 11. mars kl. 16:30-18:00 og svo vikulega í 6 vikur en ferðin í Vatnaskóg verður tæpur sólarhringur frá föstudeginum 5. apríl til laugardagsins 6. apríl

Hver samvera hefst á því að drengirnir setjast niður og fá sér hressingu saman áður en farið er í leiki og skapandi verkefni. En markmiðum námskeiðsins verður náð fram með fjölbreyttum og skemmtilegum leikjum, kjarnasögum vestrænnar menningar, leiklist og samvinnuverkefnum. Námskeiðið er sett saman af þverfaglegum hópi með mikla reynslu úr barna og æskulýðsstarfi í hópnum eru félagsráðgjafar, prestur, tómsstundafræðingur, íþróttafræðingur og nemi á menntavísindasviði.
Sr. Guðni Már Harðarson og Gunnar Hrafn Sveinsson nemi á menntavísindasviði HÍ leiða námskeiðið og fá til sín skemmtilega gesti á ólíkar samverur.

Þátttakendur á námskeiðinu geta minnst verið 8 og mest 18.
Verð á námskeiðið er 15.000 krónur og fer skráning fram á https://sumarfjor.is/Event.aspx?id=16