KFUM og KFUK starf í Lindakirkju fyrir 4.-7. bekk

YD deildir KFUM og KFUK eru í Lindakirkju á þriðjudögum og skiptist upp í drengja og stúlkna starf. YD KFUK fyrir stúlkur kl. 16:30-17:30 og YD KFUM fyrir drengi kl. 17:00-18:00.

Í starfinu eru meðal annars skemmtilegir leikir, BINGÓ, spurningakeppni, bíó og popp, brjóstsykursgerð, hæfileikasýning og óvæntir gestir, svo fátt eitt sé nefnt. Farið er í tvær ferðir með leikjastarfinu, í Vatnaskóg, önnur að hausti og hin að vori. Starfið er börnunum að kostnaðarlausu fyrir utan ferðirnar sem greitt er fyrir.

Starfsfólk: KFUM Gunnar Hrafn Sveinsson, sr. Guðni Már Harðarson og Róbert Ingi Þorsteinsson. KFUK Andrea Rut Halldórsdóttir, Guðbjörg Ýr Hilmarsdóttir og Kristrún Lilja Gísladóttir.

Stúlkur 9-12 ára:
Þriðjudagar kl. 16:30-17:30

Piltar 9-12 ára:
Þriðjudagar kl. 17:00-18:00