Sunnudagaskóli

//Sunnudagaskóli
Sunnudagaskóli2017-05-16T18:01:15+00:00

Sunnudagaskólinn er í Lindasókn á sunnudagsmorgnum kl. 11:00. Í sunnudagaskólanum eru sungin sunnudagaskólalög og barnasálmar, brúðuleikrit sett á svið og svo eru sagðar biblíusögur og sígildur boðskapur Biblíunnar er settur fram á skýran og einfaldan hátt. Börnin fá litla fjársjóðskistu og safna í hana myndum með verkefnum. Að sjálfsögðu láta gamlir góðir gestir eins og Rebbi og Silli bangsi sig ekki vanta en við tökum einnig vel á móti Tófu sem mun skemmta sunnudagaskólabörnum í vetur.

Leiðtogar í sunnudagaskólanum eru Arnar Ragnarsson, Bylgja Dís Gunnarsdóttir, Bogi Benediktsson, Hafdís María Matsdóttir, Henning Emil Magnússon, Regina Ósk, Rebekka Ýr Guðbjörnsdóttir og Sara Lind Sveinsdóttir auk presta Lindakirkju.