Safnaðarsalur Lindakirkju er leigður út til veisluhalda tengdum kirkjulegum athöfnum, einnig fyrir afmælisveislur, fundi og kennslu.

Safnaðarheimili Lindakirkju hefur yfir að ráða björtum og stílhreinum sal sem hentar vel fyrir hverskonar samkomur, mannfagnaði og ráðstefnur. Salurinn fullnýttur tekur í sæti 120 manns og 200 manns í standandi móttöku. Gott hljóðkerfi er í salnum ásamt tækjum til glærusýninga. Salurinn leigist út án veitinga. Umsjónaraðili salarins getur aðstoða við að panta viðeigandi veitingar. Að lágmarki þarf alltaf einn starfsmaður að fylgja salnum. Athugið að áfengi er ekki leyft í salnum.

Nánari upplýsingar má fá hjá umsjónarmanni salarins á agusta@lindakirkja.is.