Fréttir
Sunnudagurinn 19. mars
Nú er komið að fyrstu fermingarhelgi í Lindakirkju og verða tvær fermingarathafnir á laugardaginn og ein á sunnudaginn. En að öðru leyti verður helgin með venjubundnu sniði: Sunnudagaskóli verður kl. 11:00, að þessu sinni verður [...]
Sunnudagurinn 12. mars
Sunnudagaskóli kl. 11:00. Guðsþjónusta kl. 20:00. Kór Lindakirkju leiðir lofgjörð undir stjórn Óskars Einarssonar. Sr. Guðmundur Karl Brynjarsson þjónar. Guðsþjónustunni verður streymt á facebook síðu og heimasíðu Lindakirkju Allir hjartanlega velkomnir
Samvera eldri borgara næsta fimmtudag
Fimmtudaginn 9. mars mun sagnfræðingurinn og rithöfundurinn Gunnar Þór Bjarnason fjalla um spænsku veikina. Samveran hefst með góðum hádegismat kl. 12. Skráning fer fram á heimasíðu Lindakirkju Klik.is – Lindakirkja – Lindakirkja – Eldri borgarar 2023 [...]
Sunnudagurinn 5. mars – Æskulýðsdagur þjóðkirkjunnar
Sunnudagaskólinn verður að sjálfsögðu klukkan ellefu. Við hlökkum til að sjá ykkur. Um kvöldið klukkan átta er fjölskylduguðsþjónusta í tilefni af Æskulýðsdegi þjóðkirkjunnar. Biskup Íslands, Agnes M. Sigurðardóttir flytur ávarp, Barnakór og Unglingagospelkór Lindakirkju syngja [...]