Dagskrá veturinn 2023-2024

Stundirnar verða áfram hálfsmánaðarlega á fimmtudögum kl. 12:00-13:40.

Samverurnar hafa verið ómissandi hluti af tilveru margra í Lindasókn undanfarin ár. Þær eru fjölsóttar og gjarnan mæta gestir með áhugaverða fyrirlestra eða kynningar í bland við að prestarnir bregða á leik.

Stundirnar næra í senn líkama, sál og anda, en í upphafi er boðið uppá staðgóðan hádegisverð, svo er fyrirlestur eða dagskrárefni áður en endað er á Guðs orði, bæn og sálmasöng þar sem Óskar Einarsson leikur undir.

Kostnaður við matinn, eftirrétt og kaffi er 3000 krónur. 

Vinsamlega smelltu á rauða hnappinn hér á síðunni til þess að skrá þig.

7. september Prestar bregða á leik – íslensk kjötsúpa
21. september Haustferð
5. október Diljá Pétursdóttir söngkona og Ásdís bæjarstjóri koma í heimsókn –  kjúklingur
19. október Hattaþema – Björgvin Franz er gestur dagsins – mexíkósúpa
2. nóvember Gospeltónar leika ljúfa tóna
16. nóvember Kristniboð – afródans og eþíópískur matur
30. nóvember Jólasamvera. Jólamatur og jólagestur
11. janúar Ásdís Halldórsdóttir ræðir um heilsu og hreyfingu á nýju ári – gríta
25. janúar Amerískt þema – hamborgarar – góður gestur
8. febrúar Veitingar á þjóðlegum nótum – Ragnar Ingi Aðalsteinsson bragfræðingur og rithöfundur er gestur dagsins
22. febrúar Eftirstríðsáraþema – skömmtunarseðlar – spurningakeppni – plokkfiskur
7. mars Kótilettujazz – Dr. Sigurjón Árni mætir með saxófóninn
21. mars Ella Stína – grænmetisréttir
4. apríl Góður gestur – sjávarréttasúpa
18. apríl Rithöfundurinn Sigríður Dúa Goldsworthy  – Morðin í Dillonshúsi – kjúklingur í matinn
2. maí Ítalskt þema – Gissur Páll – pasta
16. maí Óvissuferð