Dagskrá veturinn 2024-2025

Stundirnar verða áfram hálfsmánaðarlega á fimmtudögum kl. 12:00-13:40.

Samverurnar hafa verið ómissandi hluti af tilveru margra í Lindasókn undanfarin ár. Þær eru fjölsóttar og gjarnan mæta gestir með áhugaverða fyrirlestra eða kynningar í bland við að prestarnir bregða á leik.

Stundirnar næra í senn líkama, sál og anda, en í upphafi er boðið uppá staðgóðan hádegisverð, svo er fyrirlestur eða dagskrárefni áður en endað er á Guðs orði, bæn og sálmasöng þar sem Óskar Einarsson leikur undir.

Kostnaður við matinn, eftirrétt og kaffi er 3000 krónur. Nema annað sé tekið fram.

Vinsamlega smelltu á rauða hnappinn hér á síðunni til þess að skrá þig.

5. september Prestarnir bregða á leik, harmonikkutónlist og Taílenskur matur!    
19. september Haustferð á Eyrabakka og nágrenni þar sem hjónin Valgeir Guðjónsson tónlistarmaður og Ásta Kristrún Ragnarsdóttir taka á móti okkur, skráning á lindakirkja.is. Athugið að lagt er af stað í ferðina kl. 10:30.  Verð kr. 13.000.
3. október Þegar stórt er spurt! Prestarnir leggja fyrir spurningar í bráðskemmtilegri spurningakeppni sem reynir á ólíka þekkingu og allir hafa gaman af
17. október Albert eldar og Bergþór Pálsson syngur! Hjónin Albert og Bergþór bregða á leik og kitla í senn eyrun og bragðlaukanna.   
31. október Kantrýþema, upp með kúrekahattana og klútanna. Tónlistarhjónin Regína Ósk og Svenni Þór skemmta
14. nóvember Kótelettudjass – kótilettur og tilbehör -Óskar Einarsson leikur djass ásamt góðu tónlistarfólki
28. nóvember Saga læknavísindanna og bókakynning – Halldór Lár 
12. desember Jólasamvera -jólamatur, tónlistaratriði, jólahappdrætti og sérstakur jólagestur verða á jólasamveruna. Verð kr. 5.500.
9. janúar Spurningakeppni
23. janúar Karlakórinn Gamlir Fóstbræður kemur og syngur fyrir okkur.
6. febrúar Gísli Friðgeirsson, sem réri í kringum landið á kajak, segir frá reynslu sinni.
20. febrúar Diljá Pétursdóttir flytur nokkur vel valin lög og sr. Bára Friðriksdóttir segir frá Löngumýri og starfi eldri borgara.
6. mars Kótilettujazz. Dúettinn : Þetta er allt að koma, Sigurjón Árni Eyjólfsson og Sigurður Júlíus Grétarsson halda uppi stuðinu.
20. mars Rúna Guðmundsdóttir flytur mjög áhugaverðan fyrirlestur um fornaldarlækningar og þróun læknisfræðinnar.
3. apríl
8. maí
22. maí Óvissuferð