Dagskrá veturinn 2021-2022
Stundirnar verða áfram hálfsmánaðarlega á fimmtudögum kl. 12:00-13:40.
Súpusamverur hafa verið ómissandi hluti af tilveru margra í Lindasókn undanfarin ár. Samverurnar eru fjölsóttar og gjarnan mæta gestir með áhugaverða fyrirlestra eða kynningar í bland við að prestarnir bregða á leik.
Stundirnar næra í senn líkama, sál og anda, en í upphafi er boðið uppá súpu eða staðgóðan hádegisverð, svo er fyrirlestur eða dagskrárefni áður en endað er á Guðs orði, bæn og sálmasöng þar sem Óskar Einarsson leikur undir.
Kostnaður við matinn, eftirrétt og kaffi er 2000 krónur. Jólasamvera er 3500 krónur.
Vinsamlega smelltu á rauða hnappinn hér á síðunni til þess að skrá þig.
9. september | Bergur Ebbi, uppistandari og leikari er gestur dagsins. Auk þess fáum við söng frá Guðrúnu Ólu Jónsdóttur, Gógó. |
23. september | Haustlitaferð til Þingvalla. |
7. október | Örn Árnason leikari er gestur dagsins. |
21. október | Einar Már Guðmundsson rithöfundur kemur í heimsókn. |
4. nóvember | Gestur – Salóme Jórunn Bernharðsdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands. |
18. nóvember | Samveran fellur niður vegna samkomutakmarkanna. |
2. desember | Jólasamvera. Jólamatur og jólagestur. |
6. janúar | |
20. janúar | |
3. febrúar | |
17. febrúar | Gissur Páll kemur í heimsókn. |
3. mars | Herbert Guðmundsson tónlistarmaður er gestur dagsins. |
17. mars | Gestur – Helgi P. formaður Landssambands eldri borgara. |
7. apríl | |
28. apríl | |
12. maí | Vorferð. Auglýst síðar. |