Dagskrá veturinn 2019-2020

Stundirnar verða áfram hálfsmánaðarlega á fimmtudögum kl. 12:00-13:40.

Súpusamverur hafa verið ómissandi hluti af tilveru margra í Lindasókn undanfarin ár. Samverurnar eru fjölsóttar og gjarnan mæta gestir með áhugaverða fyrirlestra eða kynningar í bland við að prestarnir bregða á leik.

Stundirnar næra í senn líkama, sál og anda, en í upphafi er boðið uppá súpu eða staðgóðan hádegisverð, svo er fyrirlestur eða dagskrárefni áður en endað er á Guðs orði, bæn og sálmasöng þar sem Óskar Einarsson leikur undir.

Kostnaður við matinn, eftirrétt og kaffi er 1700 krónur.

Vinsamlega smelltu á rauða hnappinn hér á síðunni til þess að skrá þig.

12. september Prestarnir kynna dagskrá vetrarins. Gógó og Óskar taka lagið.
26. september Spurningakeppni. Guðrún Bergmann kynnir væntanlega utanlandsferð.
10. október Ítalskt þema. Einar Clausen tekur lagið. Kristján Björnsson vígslubiskup flytur hugvekju.
24. október Landbúnaðarþema. Gísli Einarsson fréttamaður og Kristín Birna Óðinsdóttir söngkona.
7. nóvember Auglýst síðar.
21. nóvember Þórarinn Eldjárn er gestur dagsins.
5. desember Jólasamvera. Jólamatur og happdrætti. Jólagestur.
16. janúar Þórey Dögg Jónsdóttir frá Eldriborgararáði kíkir til okkar.
30. janúar Guðni Ágústsson fer á kostum eins og honum einum er lagið.
13. febrúar Auglýst síðar.
27. febrúar Kótilettukarl! Bjartmar Guðlaugs.
12. mars Danskt þema. Der bor en bager på Norregade.
26. mars Einar Falur Ingólfsson ljósmyndari.
9. apríl Skírdagur – stund fellur niður
23. apríl Grill og húllumhæ á sumardaginn fyrsta
7. maí Auglýst síðar.
21. maí Óvissuferð. Nánari upplýsingar.