Dagskrá veturinn 2024-2025

Stundirnar verða áfram hálfsmánaðarlega á fimmtudögum kl. 12:00-13:40.

Samverurnar hafa verið ómissandi hluti af tilveru margra í Lindasókn undanfarin ár. Þær eru fjölsóttar og gjarnan mæta gestir með áhugaverða fyrirlestra eða kynningar í bland við að prestarnir bregða á leik.

Stundirnar næra í senn líkama, sál og anda, en í upphafi er boðið uppá staðgóðan hádegisverð, svo er fyrirlestur eða dagskrárefni áður en endað er á Guðs orði, bæn og sálmasöng þar sem Óskar Einarsson leikur undir.

Kostnaður við matinn, eftirrétt og kaffi er 3000 krónur. Nema annað sé tekið fram.

Vinsamlega smelltu á rauða hnappinn hér á síðunni til þess að skrá þig.

5. september Prestarnir bregða á leik, harmonikkutónlist og Taílenskur matur!    
19. september Haustferð á Eyrabakka og nágrenni þar sem hjónin Valgeir Guðjónsson tónlistarmaður og Ásta Kristrún Ragnarsdóttir taka á móti okkur, skráning á lindakirkja.is. Athugið að lagt er af stað í ferðina kl. 10:30.  Verð kr. 13.000.
3. október Þegar stórt er spurt! Prestarnir leggja fyrir spurningar í bráðskemmtilegri spurningakeppni sem reynir á ólíka þekkingu og allir hafa gaman af
17. október Albert eldar og Bergþór Pálsson syngur! Hjónin Albert og Bergþór bregða á leik og kitla í senn eyrun og bragðlaukanna.   
31. október Kantrýþema, upp með kúrekahattana og klútanna. Tónlistarhjónin Regína Ósk og Svenni Þór skemmta
14. nóvember Kótelettudjass – kótilettur og tilbehör -Óskar Einarsson leikur djass ásamt góðu tónlistarfólki
28. nóvember Saga læknavísindanna
12. desember Jólasamvera -jólamatur, tónlistaratriði, jólahappdrætti og sérstakur jólagestur verða á jólasamveruna. Verð kr. 5.500.
9. janúar
23. janúar
6. febrúar
20. febrúar
6. mars
20. mars
3. apríl
8. maí
22. maí Óvissuferð