Dagskrá veturinn 2022-2023

Stundirnar verða áfram hálfsmánaðarlega á fimmtudögum kl. 12:00-13:40.

Súpusamverur hafa verið ómissandi hluti af tilveru margra í Lindasókn undanfarin ár. Samverurnar eru fjölsóttar og gjarnan mæta gestir með áhugaverða fyrirlestra eða kynningar í bland við að prestarnir bregða á leik.

Stundirnar næra í senn líkama, sál og anda, en í upphafi er boðið uppá súpu eða staðgóðan hádegisverð, svo er fyrirlestur eða dagskrárefni áður en endað er á Guðs orði, bæn og sálmasöng þar sem Óskar Einarsson leikur undir.

Kostnaður við matinn, eftirrétt og kaffi er 2000 krónur. Jólasamvera er 4000 krónur.

Vinsamlega smelltu á rauða hnappinn hér á síðunni til þess að skrá þig.

1. september
15. september Haustferð, mæting kl. 11.
29. september Gestur: Svavar Knútur tónlistarmaður
13. október Óvænt ánægja!
27. október Kótilettujazz
10. nóvember Gestur: Eyþór Ingi tónlistarmaður og eftirherma
24. nóvember Jólasamvera. Jólamatur og jólagestur
12. janúar
26. janúar
9. febrúar
23. febrúar
9. mars
23. mars
13. apríl
27. apríl
11. maí Vorferð. Auglýst síðar.