Krílasálmar

Krílasálmar eru tónlistarnámskeið fyrir börn á fyrsta ári (3-12 mánaða) er haldið í Lindakirkju einu sinni í viku í 45 mínútur í senn í samtals fjórar vikur. Námskeiðin fara fram í kirkjunni á föstudögum milli 10:30 -11:15.
Umsjónarmenn eru Áslaug Helga Hálfdánardóttir og Berglind Björgúlfsdóttir.

ATH – Takmarkaður fjöldi er á hvert námskeið og er þátttakendum að kostnaðarlausu.
Upplýsingar um krílasálma má fá hjá Áslaugu Helgu í gegnum netfangið aslaughh@gmail.com.

Skrá í Krílasálma

Nánar um Krílasálma og upphaf þeirra:

Krílasálmar eru söngur –leikur og tónlist, dásamleg tónlistarstund fyrir litlu krílin og foreldra þeirra.  Á námskeiðinu er unnið með skynjun, upplifun og tónlistararfinn. Leiðbeinendur í Lindakirkju eru tónlistarkennarnir: Áslaug Helga Hálfdánardóttir og Berglind Björgúlfsdóttir.

Fjöldi þátttakenda takmarkast við 12 börn í hvert skipti en uppbókað hefur verið á öll námskeið í Lindakirkju.

Krílasálmar  hófu göngu sína í Fella- og Hólakirkju árið 2007. Námskeiðið á rætur sínar að rekja til Danmerkur og er nafnið þýðing á danska orðinu Babysalmesang. Á námskeiðunum læra foreldrar leiðir til að nota söng og tónlist í daglegu uppeldi og umönnun barna sinna. Sungnir eru sálmar og lög kirkjunnar, þekkt barnalög og kvæði, leikið og dansað, hlustað og notið samverunnar í notalegu umhverfi kirkjunnar.