Byggingarnefnd Lindakirkju var sett á laggirnar haustið 2004. Hana skipuðu:

  • Þorvaldur Ólafsson, formaður
  • Arnór L. Pálsson
  • Guðrún Pálsdóttir
  • Steingrímur Hauksson
  • Sveinbjörn Sveinbjörnsson
  • Guðmundur Karl Brynjarsson, sóknarprestur

Á haustdögum 2006 hófust framkvæmdir við byggingu kirkjunnar en ÍSTAK var fengið til verksins. Bygging Lindakirkju gengur samkvæmt áætlun, hún er fullbúin að utan og fyrsti áfangi safnaðarsalur, kennslustofa, eldhús og skrifstofur voru vígðar 14. desember 2008 og var það látið duga þannig fyrstu árin.

Haustið 2014 var aftur hafist handa og gengið frá kirkjuskipi, forkirkju og kapellu að mestu. Vígsluhátíð var haldin 14. desember 2014, nákvæmlega sex árum eftir vígslu fyrsta áfangans. Verkinu miðar áfram hægt og hægt. Þegar þetta er ritað, haustið 2017 er verið að ganga frá loftklæðningu í forkirkju.

Meðfylgjandi myndir eru teknar af Haraldi Guðjónssyni blaðaljósmyndara af byggingu kirkjunnar á ýmsum stigum, víglu safnarðarsalarins og vígsluhátíðinni 2014.

Núverandi byggingarnefnd skipa:

Sveinbjörn Sveinbjörnsson, formaður
Baldur Jónssson, byggingastjóri
Steingrímur Hauksson
Guðmundur Karl Brynjarsson, sóknarprestur.

Arkitektar kirkjunnar eru:
Árni Friðriksson og Sigríður Halldórsdóttir hjá ASK arkitektar.

 

 

Kirkjubyggin á fyrstu stigum

Fyrsta byggingarnefnd Lindakirkju ásamt arkitektum.
Frá vinstri: Árni Friðriksson arkitekt, Steingrímur Hauksson, Guðmundur Karl Brynjarsson, Sigríður Halldórsdóttir arkitekt, Þorvaldur Ólafsson, Arnór Pálsson og Guðrún Pálsdóttir

Fyrsta helgistundin í kirkjuskipinu. Sr. Guðmundur Karl, Keith Reed spilar á gítar og með þeim eru félagar í eldri borgara starfi kirkjunnar.

Frá vígslu Lindakirkju 14. desember 2008

Sveitamessa jólin 2008

Frá vígsluhátíð kirkjunnar 14. desember 2014

Vígsluhátíðin 14. desember 2014