Tilkynning um starf Lindakirkju
Starfi Lindakirkju er hagað samkvæmt þeim sóttvarnarreglum sem nú eru í gildi og tilmælum frá Biskupi Íslands varðandi helgihald og safnaðarstarf.
- Fermingarfræðsla hefst aftur þriðjudaginn 12. janúar 2021.
- Kirkjan verður opin virka daga frá 10-14.
- Barna- og unglingastarf hefst aftur þriðjudaginn 12. janúar 2021.
- Sunnudagaskólinn, sem hefur verið afar vel sóttur í haust fellur því miður niður.
- Allt opið helgihald fyrir fullorðna fellur niður en helgistundir verða á vefnum á sunnudagskvöldum.
Myndbönd frá Lindakirkju
Fréttir
Jólastund fjölskyldunnar væntanleg á lindakirkja.is
Jólastund fjölskyldunnar á aðfangadag hefur verið föst hefð í safnaðarstarfinu í Lindasókn frá því það hóf göngu sína árið 2002. Í ár verður engin stund í kirkjunni en þess í stað verður hún sýnd á [...]
Opnunartími skrifstofu Lindakirkju um jól og áramót:
Lokað er þessa daga: aðfangadag jóla, jóladag, annan í jólum, gamlársdag og nýársdag. Þess utan er skrifstofan opin alla virka daga frá kl. 10:00 til 14:00.
Jólakveðja frá Lindakirkju til þjóðarinnar
Þar sem fólk getur ekki safnast saman í kirkjur á tónleika og helgihald á þessari aðventu og um jólin þá ákvað Lindakirkja í Kópavavogi að gera veglega útgáfu af jólalagi með Kór Lindakirkju og gefa [...]
Fyrsti sunnudagur í aðventu
Hvað haldið þið? Þegar fólk vaknar á sunnudagsmorguninn verður hægt að horfa á sunnudagaskólann í Lindakirkju hér á heimasíðunni og á Facebooksíðu Lindakirkju. Sunnudagaskólinn er í umsjón Regínu og Svenna og verður alla sunnudaga [...]
Vaktsími presta: 843 0444
Prestar Kópavogs hafa tekið upp samstarf um vaktsíma. Vaktsíminn einungis ætlaður brýnum málum sem ekki þola bið fram að viðtalstíma prestanna.