Ný forsíða2020-04-05T08:35:20+00:00

Í tilefni af samkomubanni vegna Covid 19

Hvað er í boði?

Lindakirkja verður opin virka daga kl. 10 – 14.

Kapella Lindakirkju verður opin á sama tíma.

Fólki er velkomið að eiga þar sína persónulegu stund með Guði eða fá fyrirbæn, sé þess óskað. Vart þarf að taka fram að kapellan verður að sjálfsögðu þrifin með sótthreinsandi efnum nokkrum sinnum á dag.

Prestar Lindakirkju verða á vaktinni til að sinna sálgæslu, bæði einstaklingsviðtölum í kirkjunni og í gegn um síma. Best er að hringja í Lindakirkju 544 4477 og panta viðtal við eða símtal frá presti eða senda þeim tölvupóst.

Hvað fellur niður?

Allt formlegt starf Lindakirkju fellur niður: Messur, sunnudagaskóli, æskulýðsstarf, kóræfingar og annað safnaðarstarf fellur niður fram yfir páska.

Fermingar vorsins falla einnig niður og flytjast til sumarloka. Sjá fermingardaga hér.

Hvað á að gera?

Lindakirkja hefur hafið dreifingu á efni fyrir allan aldur í gegnum vefinn á meðan á samkomubanni stendur. Smelltu hér til þess að sjá nýjasta efnið.

Fréttir

Helgistund í Lindakirkju pálmasunnudag 5. apríl 2020 kl. 20

Á meðan á samkomubanni stendur sendir Lindakirkja þér helgistund heim í stofu á slaginu 20:00. Prestur: Sr. Guðni Már Harðaron Undirleikur og tónlistarstjórn: Óskar Einarsson Söngur: Guðrún Birna Guðlaugsdóttir, Katrín Valdís Hjartardóttir og Þórdís Sævarsdóttir. [...]

5. apríl 2020 19:52|

Sunnudagaskólinn 5. apríl 2020

Nú er glænýr sunnudagaskóli kominn í loftið. Stjórnendur: Regína Ósk og Svenni Þór Biblíusaga: Gunnar Hrafn Sveinsson Leikstjórn, kvikmyndataka og klipping: Þorleifur Einarsson Handrit: Guðmundur Karl Brynjarsson

5. apríl 2020 08:33|

Helgistund 29. mars 2020 í Lindakirkju

Sunnudaginn 29. mars var helgistund í Lindakirkju streymt í beinni útsendingu á Vísir.is. Sóknarpresturinn sr. Guðmundur Karl Brynjarsson stýrir heimahelgistund og flytur hugvekju. Kórsystkinin úr Kór Lindakirkju, Arnar Dór Hannesson, Guðrún Óla Jónsdóttir, og Áslaug [...]

29. mars 2020 18:22|

Sunnudagaskólinn 29. mars 2020

Á meðan á samkomubanni stendur er enginn sunnudagaskóli í kirkjunni. En þess í stað komum við með sunnudagaskólann heim til þín. Stjórnendur: Regína Ósk og Svenni Þór Biblíusaga: Gunnar Hrafn Sveinsson Leikstjórn, kvikmyndataka og klipping: [...]

29. mars 2020 09:25|

Sunnudagar

11:00-12:00 Sunnudagaskóli
20:00-21:00 Guðsþjónusta

Mánudagar

11:00-13:00 Vinavoðir
18:00-21:00 Hjónanámskeið
19:30-21:00 Vinir í bata

Þriðjudagar

10:00-12:00 Foreldramorgnar
14:10-14:50 Fermingarfræðsla (Salaskóli)
15:00-16:00 KFUM fyrir 9-12 ára drengi
15:10-15:50 Fermingarfræðsla (Hörðuvallaskóli)
16:00-16:45 Barnakór
16:30-17:30 KFUK fyrir 9-12 ára stúlkur
18:00-19:30 Unglingastarf, 8. bekkur (húsið opnar 17:30)
20:00-21:30 Unglingastarf, 9-10. bekkur (húsið opnar 19:30)
20:00-21:00 Biblíulestrakvöld

Miðvikudagar

10:00-12:00 Dagmæður
14:40-15:20 Fermingarfræðsla (Vatnsendaskóli)
15:30-16:10 Fermingarfræðsla (Lindaskóli)
16:00-18:00 Fjölgreinastarf
16:30-17:45 Unglingagospelkór
20:00-21:30 Máttugur miðvikudagur – Lofgjörð og bænastund

Fimmtudagar

09:00-10:00 Bænastundir
12:00-13:40 Súpusamverur eldri borgara
– annan hvern fimmtudag
17:00 -18:00 Hláturslökun (námskeið hefst 12. mars 2020)
19:30-21:30 Kór Lindakirkju, æfing

Föstudagar

10:30-11:15 Krílasálmar
20:00-21:00 Opin AA deild

Vaktsími presta: 843 0444

Prestar Kópavogs hafa tekið upp samstarf um vaktsíma. Vaktsíminn einungis ætlaður brýnum málum sem ekki þola bið fram að viðtalstíma prestanna.