Í febrúar 2002 var Lindasókn stofnuð og varð að prestakalli 1. júlí sama ár.  Mörk Lindasóknar og Lindaprestakalls afmarkast í norðri, austri og suðri af bæjarmörkum Kópavogs, en til vesturs af Reykjanesbraut.

Gildi Lindakirkju

Í safnaðarstarfi Lindakirkju reynum við að hafa þau gildi að leiðarljósi sem eru fólgin í þessum þremur orðum: LIFUM – LOFUM – LEITUM.

Gildin
gefa okkur hugmynd um hver við viljum vera sem kirkja og eru leiðarvísir að því markmiði sem stefnt er að.
LIFUM – Lindakirkja vill vera lifandi kirkja, safnaðarstarfið á að vera líflegt og við viljum smita aðra með gleði trúarinnar. Við viljum miðla trúnni á Jesú Krist, sem er kominn til að við höfum líf í fullri gnægð. Markmið okkar sem kristinna manna er að lifa samkvæmt fagnaðarerindinu. Jesús er vegurinn, sannleikurinn og lífið sem stendur með okkur á öllum stundum lífsins í gleði og sorg.

LOFUM–Tónlistin er ein gjafa Guðs til að auðga líf okkar. Lindakirkja er tónlistarkirkja. Við leggjum áherslu á lofgjörðina til Guðs og viljum skapa okkur sérstöðu meðal safnaða þjóðkirkjunnar gagnvart trúarlegri tónlist og tónlistarflutningi. Í Lindakirkju eiga margar hefðir tónlistar samleið og er þar engin hefð annarri æðri.

LEITUMVið leitum leiðsagnar Guðs með líf okkar og leitum samfélags við hann með öðrum trúuðum. Við erum erindrekar Krists og leitum, á hans vegum, eftir hinu týnda til að frelsa það.

Um merki Lindasóknar

Merkið er einfaldur kross en þegar nánar er að gáð er blái hluti hans settur saman úr línum sem eiga að mynda litlar öldur og minna þannig á  lindarvatnið. Grái hluti krossins táknar klett sem myndar stafinn L,  upphafsstafinn í nafni sóknarinnar, sem settur er saman úr tilvísun í spámanninn Jesaja, þ.e. JES.12.3:„Þér munuð með fögnuði vatni ausaúr lindum hjálpræðisins“.