Styrktarsjóðir Lindakirkju
Frá upphafi safnaðarins hafa margar góðar gjafir borist frá velunnurum en hér eru sjóðir sem hægt er að styrkja.
Líknarsjóður Lindakirkju er eingöngu til kominn af frjálsum framlögum einstaklinga og félagasamtaka sem láta sig varða náunga sinn og velferð hans. Líknarsjóðurinn hefur stutt fjölskyldur og einstaklinga í fjárhagserfiðleikum. Meðal annars vegna erfiðleika með greiðslu fyrir tómstundaiðkun barna, sálfræði-, lyfja- lækniskostnaðar og kaupa á nauðsynjum.