Unglingastarf fyrir 8. – 10. bekk – Kaktus

Enn öflugara unglingastarf í samvinnu við KFUM og KFUK

Lindakirkja mun nú í vetur tvískipta unglingastarfinu fyrir 8.-10. bekk. Einvalalið reyndra leiðtoga úr sumarbúðum KFUM og KFUK heldur utan um starfið sem fer fram á þriðjudagskvöldum.

Dagskráin er alls ekki af verri endanum! Gaga-bolti, spil, Mafía, hópleikir, Bingó, Gettu Best spurningakeppnin vinsæla og margt fleira, að ógleymdu ,,Halftime Show“ sem enginn vill láta framhjá sér fara! Þar að auki er farið í tvær ferðir í Vatnaskóg, önnur að hausti og hin að vori.

Starfsfólk

  • Forstöðumenn: Hálfdán Helgi Matthíasson, Karen Sól Halldórsdóttir og Matthías Davíð Matthíasson
  • Leiðtogar: Andrea Rut Halldórsdóttir.
  • Ungleiðtogi: Veigar Máni Sævarsson.

8. bekkur
Þriðjudagar kl. 19:00-20:30

9. – 10. bekkur
Þriðjudagar kl. 20:30-22:00