Hvernig stuðla ég að heilbrigðu hjónabandi sem endist út lífið?

Námskeiðið kemur frá Holy Trinity Brompton kirkjunni í London en þar byrja Alfa námskeiðin einnig sem hafa farið mjög víða um heiminn. Hjónanámskeiðið er byggt á bókinni Hvernig stuðla má að heilbrigðu og ævilöngu hjónabandi, eftir Nicky and Sila Lee en þau hafa verið farsællega gift í 30 ár. Hjónanámskeiðið er fyrir hjón sem vilja byggja upp sterkt hjónaband sem endist.

Efni kvöldanna eru:

  • Að byggja upp sterka stofnun (hjónaband)
  • Listin að eiga samskipti
  • Að leysa ágreiningsmál
  • Máttur fyrirgefningarinnar
  • Árekstrar í fjölskyldunni það liðna og það sem stendur yfir núna
  • Gott kynlíf
  • Ástin í verki

Efnið er spilað af diskum þar sem höfundar bókarinnar (Nicky and Sila Lee) kenna sjálf en efnið er textað.

Næsta námskeið hefst 23. janúar 2023 og er frá kl. 18 til kl. 21.

Eftir matinn er fræðsla og síðan vinna pörin hver fyrir sig verkefni út frá kennslunni. Engin hópvinna fer fram á námskeiðinu og engin krafa er um að menn segi frá sínum málum eða deili með öðrum. Hér eru hjónin hver fyrir sig að vinna í sínu sambandi.

Þrátt fyrir að námskeiðið sé byggt á kristnum gildum er það mjög gagnlegt öllum pörum óháð trúarskoðunum eða kirkjudeildum.

Margir hafa sótt þessi námskeið og gefa þeim góð meðmæli.

,,Við hjónin sóttum námskeiðið fyrir nokkrum árum. Það var svo notalegt að eiga svona góða kvöldstund saman. Borða góðan mat og ræða saman um sambandið okkar. Þetta blessaði okkur og dró okkur nær hvort öðru. Það var enginn að skipta sér af því hvað við ræddum um.“

Hægt er að kynna sér námskeiðið betur á heimasíðunni https://themarriagecourses.org/

Næsta námskeið

Hefst 23. janúar 2023.

Tímasetning

Mánudagar kl. 18:00-21:00.

Verð

Námskeiðið kostar 35.000 kr. fyrir parið og er það í raun kostnaður við matinn sem er 2500 kr. á mann hvert kvöld. Kennslubók fylgir.

Skráning