Fermingarfræðsla 2023-2024

Upphaf fermingarfræðslu

Fræðsludagar

Fermingarstarfið hefst með skemmtilegum fræðsludögum vikuna áður en skólar hefjast, eða 15. – 18. ágúst 2023.

Hörðuvallaskóli mætir þriðjudaginn 15. ágúst og miðvikudaginn 16. ágúst kl. 9-12.

Vatnsendaskóli mætir þriðjudaginn 15. ágúst og miðvikudaginn 16. ágúst kl. 13-16.

Salaskóli mætir fimmtudaginn 17. ágúst og föstudaginn 18. ágúst kl. 9-12.

Lindaskóli mætir fimmtudaginn 17. ágúst og föstudaginn 18. ágúst kl. 13-16.

Messa sunnudaginn 20. ágúst 2023

Sunnudaginn 20. ágúst kl. 20:00 bjóðum við fermingarbörn og fjölskyldur þeirra sérstaklega velkomin í skemmtilega messu sem markar upphaf vetrarinns. Fimm af messum vetrarins verða sérstaklega ætlaðar fermingarbörnum og fjölskyldum þeirra.

Fermingarfræðslutímar 2023-2024

Hver skóli mætir aðra hvora viku. Ef börnin eiga ekki heimangengt á þeim tímum sem þeirra skóli mætir er þeim frjálst að mæta í fræðslu með öðrum skólum.

Þriðjudagar

 • 14:30 – 15:10 Kóraskóli
  hefst 26. september 2023
 • 15:30 – 16:10 Vatnsendaskóli
  hefst 3. október 2023

Miðvikudagar

 • 14:20 – 15:00 Salaskóli
  hefst 27. september 2023
 • 14:20 – 15:00 Lindaskóli
  hefst 4. október 2023

Tenglar

Ferðalag í Vatnaskóg

Einn af hápunktum vetrarins er fermingarnámskeið í Vatnaskógi. Mörgum hefur þótt það meiriháttar upplifun, enda hefur staðurinn upp á svo ótalmargt að bjóða. Þar sem gist verður í tvær nætur er gjaldið ögn hærra en hjá öðrum söfnuðum. Fullt verð á námskeiðinu er 24.100 kr. en fyrir börn í þjóðkirkju verður ferðin greidd niður og er gjaldið 17.100 kr.

Upplýsingar varðandi ferðina í Vatnaskóg; tímasetningar, það sem þarf að taka með og annað:

ATH. breyting frá því sem kemur fram í bæklingi:

Börn úr Vatnsenda- og Kóraskóla (Hörðuvallaskóla) fara eftir skóla, þriðjudaginn 10. október til fimmtudagsins 12. október 2023.

Börn úr Sala- og Lindaskóla fara eftir skóla, þriðjudaginn 17. október til fimmtudagsins 19. október 2023.

ATHUGIÐ að biðja um leyfi fyrir börnin í skólanum vegna ferðarinnar.

Þær tvær vikur sem fermingarbörnin fara í Vatnaskóg verður ekki fermingarfræðsla í Lindakirkju á meðan.

Prestarnir fara öll þrjú í báðar ferðirnar. Við viljum að öllum líði vel og til að sem best sé hægt að tryggja það biðjum við ykkur að láta okkur vita af vandamálum tengdum kvíða, vinatengslum eða heilsufari barnsins. Þá eru foreldrar/forráðamenn beðnir að senda tölvupóst á lindakirkja@lindakirkja.is ef gæta þarf sérstaklega að fæðuóþoli, lyfjagjöf og þ.h.

Tekið skal fram að ferðin er talsvert mikið niðurgreidd af Lindasókn og prófast dæminu því fullt verð er 24.100 kr. Þau fermingarbörn sem skráð eru í Þjóðkirkjuna fá ferðina niðurgreidda að hluta. Sé barnið ekki skráð í Þjóðkirkjuna þarf að greiða fullt verð. (ef þið eruð ekki viss um trúfélagsskráningu getur hver og einn skoðað trúfélagsskráningu sína og barna sinna, með rafrænum skilríkum inná vefsíðunni island.is)

Allt er innifalið í verðinu fyrir ferðina. Rútuferðir, matur allan tímann, fræðsla, kvöldvökur og allt það sem Vatnaskógur hefur upp á að bjóða.

Skráning í ferðina fer fram hér

Öllum á að vera kleift að koma með í ferðina. Sé erfitt að greiða gjaldið í einu lagi, eða ef illa stendur á biðjum við ykkur senda tölvupóst á: lindakirkja@lindakirkja.is

Hér fyrir neðan eru tillögur að nauðsynlegum farangri:

 • Svefnpoki eða sæng, lak og koddi.
 • Eitt sett af fötum til skiptanna (nærföt, sokkar, buxur, bolur, peysa).
 • Hlý peysa vettlingar, trefill og húfa.
 • Vind- og vatnsheldur jakki eða úlpa, stígvél, hlýir sokkar og inniskór.
 • Íþróttafatnaður og inniíþróttaskór.
 • Tannbursti, tannkrem og handklæði.
 • ATH ekki borgar sig að taka með verðmæt tæki. Þau gætu skemmst og Vatnaskógur tekur enga ábyrgð á því.
 • Við biðjum um að allir farsímar séu skildir eftir heima. Í Vatnaskógi er afskaplega takmarkað símasamband og því lítil not fyrir símann. Eins og reynslan hefur sýnt þá hafa símarnir verið afskaplega truflandi í ferðunum, við fylgjum í fótspor kirkna sem bönnuðu farsíma í fyrsta skipti í fyrra og ferðalagið varð fyrir vikið mun skemmtilegra fyrir alla. Ef börnin þurfa að hafa samband heim er hægt að gera það hjá okkur og eins geta foreldrar haft samband ef þörf er á.

Orkudrykkir eru stranglega bannaðir.

 • Umgengnisreglur í Vatnaskógi Allir eiga að njóta dvalarinnar Við leggjum okkur fram um að vera góðir félagar og sýnum tillitssemi í samskiptum. Þeir sem vísvitandi reyna að eyðileggja dvölina fyrir öðrum eru sendir heim. Allir taka þátt Allir þátttakendur taka þátt í öllum dagskrárliðum námskeiðsins nema annað sé tekið fram. Allir ganga vel um. Við göngum vel um húsnæði og eigur Vatnaskógar. Sá sem vísvitandi veldur tjóni þarf að bæta það. Óheimilt er að fara inn og út um glugga. Bátarnir Bátar eru lánaðir ef veður leyfir og um þá gilda reglur sem kynntar eru á staðnum.

Gullna reglan “Allt sem þér viljið, að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra” Matt 7:12.

Skráning í fermingar og fermingarfræðslu

Smelltu á hnappinn hér fyrir neðan til þess að skrá í fermingarfræðslu. Við skráningu er greitt skráningargjald og einnig valin fermingardagur. Athugið að námsgögn eru innifalin í skráningargjaldi.

Fermingardagar vorið 2024

Kynningarfundur um fermingarfræðsluna í Lindakirkju veturinn 2023-2024 verður haldinn í Lindakirkju fimmtudaginn 4. maí 2023 kl. 18. Að fundi loknum verður opnað fyrir skráningu í fermingarfræðslu næsta vetrar á heimasíðunni

Fermingardagar vorið 2025

Kynningarfundur um fermingarfræðsluna í Lindakirkju veturinn 2024-2025 verður haldinn í Lindakirkju í maí 2024. Að fundi loknum verður opnað fyrir skráningu í fermingarfræðslu næsta vetrar á heimasíðunni