Fréttir

/Fréttir

Lofgjörðar- og fyrirbænastund

Þriðjudaginn 21. maí verður að vanda lofgjörðar- og fyrirbænastund kl. 20 í Lindakirkju. Ávextir andans leiða lofgjörð og Guðrún Lárusdóttir flytur okkur sinn vitnisburð. Allir velkomnir.

Höfundur: |2019-05-20T12:43:02+00:0020. maí 2019 12:43|

Sunnudagur 19. maí

Verið velkomin í sunnudagaskólann kl. 11:00. Þar verður aldeilis líf og fjör. Kvöldguðsþjónusta verður á sínum stað kl. 20:00 þar sem kór Lindakirkju mun leiða söng undir stjórn Óskars Einarssonar. Sr. Guðni Már Harðarson þjónar fyrir altari. Kaffi og samfélag á eftir.  Allir hjartanlega velkomnir.

Höfundur: |2019-05-16T13:58:41+00:0016. maí 2019 13:58|

Lofgjörðar- og fyrirbænastund

Í kvöld, þriðjudag, verður að vanda lofgjörðar- og fyrirbænastund kl. 20 í Lindakirkju. Ávextir andans leiða lofgjörð og Haraldur Guðjónsson Thors flytur hugvekju. Allir velkomnir.

Höfundur: |2019-05-14T08:48:56+00:0014. maí 2019 08:48|

Sunnudagur 12. maí

Sunnudagaskóli kl. 11:00. Skemmtileg samverustund,  tónlist, sögur ofl. Guðsþjónusta kl. 20:00. Unglingagospelkór Lindakirkju syngur undir stjórn Áslaugar Helgu og Óskar Einarsson annast meðleik á píanó. Þetta er jafnframt síðasta verkefni Unglingakórsins á þessu vori. Séra Dís Gylfadóttir þjónar. Að lokinni Guðsþjónustu verða drengir úr Fjölgreinastarfi Lindakirkju að selja vöfflur og annað góðgæti . Allir velkomnir [...]

Höfundur: |2019-05-07T17:08:43+00:007. maí 2019 16:56|

Sunnudagur 5. maí

Sunnudagaskólinn er í sólskinsskapi en þó ekki á leið í neitt sumarfrí. Við syngjum saman, brúður sýna leikrit, biblíusagan verður á sínum stað og hver veit nema að við sjáum þátt með Nebba, Tófu eða Hafdísi og Klemma. Um kvöldið kl. 20 verður að sjálfsögðu messa. Kór Lindakirkju syngur, nýlentur heim eftir magnaða söngferð til [...]

Höfundur: |2019-05-02T07:55:57+00:002. maí 2019 07:55|

Aðalsafnaðarfundur Lindasóknar

Aðalsafnaðarfundur Lindasóknar verður haldinn í Lindakirkju, Kópavogi, þriðjudaginn 7. maí n.k. kl. 17:00. Venjuleg aðalfundarstörf Sóknarnefnd Lindakirkju

Höfundur: |2019-04-24T15:40:53+00:0024. apríl 2019 15:40|

DYMBILVIKA OG PÁSKAR Í LINDAKIRKJU

Skírdagur Kl. 20:00 Máltíð Drottins í kapellu Lindakirkju. Sr. Dís Gylfadóttir þjónar. Matthías Baldursson annast tónlistarflutning. Föstudagurinn langi Kl. 20:00. Dagskrá í tali og tónum í umsjá sr. Dísar Gylfadóttur. Þór Breiðfjörð les og syngur undir stjórn Óskars Einarssonar. Páskadagur Kl. 08:00 Kristur er upprisinn! Messa í Lindakirkju. Sr. Guðni Már Harðarson þjónar. Kór Lindakirkju syngur [...]

Höfundur: |2019-04-16T13:02:23+00:0015. apríl 2019 17:28|

Sunnudagur 14. apríl

Sunnudagaskóli kl. 11.00. Skemmtileg samverustund,  tónlist, sögur ofl.  Ferming kl. 13:30 Messa kl. 20:00. Sr. Dís Gylfadóttir predikar og þjónar fyrir altari. Tríóið Töfratónar sjá um tónlistina. Tríóið skipa þau Helgi Már Hannesson píanóleikari, Steinar Matthías Kristinsson trompetleikari og Kristín Birna Óðinsdóttir söngkona Boðið upp á kaffi og samfélag að lokinni messu. Verið velkomin.

Höfundur: |2019-04-09T14:04:12+00:009. apríl 2019 14:04|

Sunnudagur 7. apríl

Kl. 11:00 Velkomin í sunnudagaskólann kl. 11:00. Sögur, söngur og gleði. Kl. 13:30 Fermingar Kl. 20:00 Kvöldguðsþjónusta. Um tónlistina sjá þau Áslaug Helga Hálfdánardóttir, Matthías V. Baldursson og Sigurgeir Sigmundson. Sr. Guðni Már Harðarson þjónar fyrir altari. Kaffi og samfélag á eftir Allir hjartanlega velkomnir.

Höfundur: |2019-04-05T14:05:14+00:005. apríl 2019 13:49|