Fréttir

/Fréttir

Sunnudagur 20. janúar

Sunnudagaskólinn verður á sínum stað kl. 11:00, líf og fjör að venju.  Guðsþjónusta kl. 20:00, hljómsveitin Sálmari spilar og leiðir söng. Sr. Dís Gylfadóttir þjónar fyrir altari. Allir hjartanlega velkomnir!

By |2019-01-17T15:14:20+00:0017. janúar 2019 15:14|

Súpusamvera – Tómas Knútsson og Blái herinn

Fimmtudagur 17. janúar. Fyrsta súpusambera ársins verður í hádeginu í dag. Gestur samverunnar er Tómas J Knútsson kafari, en hann hlaut Fálkaorðuna í upphafi árs vegna mikilvægs framlags hans við hreinsun strandlengjunnar. Tómas segir skemmtilega frá í máli og myndum. Allir velkomnir. 

By |2019-01-17T09:22:33+00:0017. janúar 2019 09:22|

Biblíulestrakvöld – Upphafið

Hvers vegna köstum við ekki þessu grimmilega Gamla testamenti og höldum við okkur bara við kærleiksboðskap Krists? Þannig spyrja margir, en þegar nánar er að gáð þá er málið ekki svona einfalt. Í Gamla testamentinu er mikið um  kærleiks- og náðarríkan boðskap sem á sínum tíma var byltingarkenndur. Nú býðst áhugaskömum að kynna sér það [...]

By |2019-01-16T00:31:57+00:0010. janúar 2019 11:55|

Sunnudagurinn 6. janúar

  Verið velkomin í sunnudagaskólann kl. 11:00 á sunnudaginn næstkomandi. Mikill söngur, brúðuleikhús, biblíusögur og gleði. Kvöldguðsþjónusta verður á sínum stað kl. 20:00 þar sem kór Lindakirkju mun leiða söng undir stjórn Óskars Einarssonar. Sr. Dís Gylfadóttir þjónar fyrir altari. Kaffi og samfélag eftir á. Það eru allir hjartanlega velkomnir.

By |2019-01-03T14:31:34+00:003. janúar 2019 14:25|

Gleðilegt ár! Gott samband! Gæfuríkt hjónaband!

Mánudaginn 14. janúar 2019 hefst sjö vikna hjóna- og paranámskeið í Lindakirkju. Þetta er sjötta árið í röð sem Lindakirkja fer af stað með námskeiðið sem notið hefur vinsælda og skorar hátt í könnun þátttakenda sem gerð er í lok námskeiðs. Hjónanámskeiðið hefst á ljúffengum kvöldverði kl. 18.00 og lýkur stundvíslega kl. 21:00. Eftir kvöldverðinn [...]

By |2019-01-02T11:36:47+00:002. janúar 2019 11:36|

Sunnudagurinn 30. des og gamlársdagur 31. des

  30. desember - sunnudagur. 11:00 Jólaball sunnudagaskólans. Óvæntir gestir kíkja í heimsókn. Einstök fjölskylduupplifun og mikið fjör. 31. desember - Gamlársdagur. 17:00 Hátíðarguðsþjónusta. Kór Lindakirkju syngur undir stjórn Óskars Einarssonar. Sérstakur gestur er söngkonan og fiðluleikarinn Gréta Salóme. Sr. Dís Gylfadóttir þjónar. Allir hjartanlega velkomnir.

By |2018-12-27T12:12:18+00:0027. desember 2018 12:12|

Helgihald í Lindakirkju um jólin og áramót

23. desember – Þorláksmessa – Fjórði sunnudagur í aðventu 11:00 Sunnudagaskólinn í jólaskapi. 24. desember – Aðfangadagur 16:00 Jólastund fjölskyldunnar. Barnakór Lindakirkju og Unglingagospelkór Lindakirkju syngja undir stjórn Áslaugar Helgu Hálfdánardóttur. Píanóleikur: Matthías Baldursson. Helgileikur, jólasagan og fleira. 18:00 Aftansöngur. Kór Lindakirkju syngur undir stjórn Óskars Einarssonar. Steinar [...]

By |2018-12-22T09:37:10+00:0019. desember 2018 16:54|

Töfratónar á jólum 18. des.

  Helgi Már Hannesson Píanóleikari, Steinar Matthías Kristinsson Trompetleikari og Kristín Birna Óðinsdóttir söngkona flytja á sinn einlæga hátt jólatónlist frá ýmsum löndum og tímbilum. Íslenskir sálmar, amerísk jólalög og allt þar á milli ylja gestum um hjartarætur í aðdraganda jóla. Miðaverði er stillt í hóf til að sem flestir geti komið og notið stundarinnar [...]

By |2018-12-17T16:03:03+00:0017. desember 2018 16:03|

Uppselt á báðar aðventuhátíðirnar

Aðventuhátíð Lindakirkju er haldin tvisvar í dag, 16. desember kl. 17 og kl. 20:00. Eins og fram hefur komið hér á síðunni voru miðar seldir á midi.is fyrir aðeins 1.500kr.Um leið og miðasala opnaði var ljóst að halda þurfti tvenna tónleika og er löngu uppselt á báða, eða tæplega 900 sæti. Lindakirkja stendur straum af [...]

By |2018-12-16T12:34:47+00:0016. desember 2018 12:34|