Fréttir

/Fréttir

Sunnudagurinn 21. júlí

11:00 Sunnudagaskóli, líf og fjör fyrir alla krakka. 20:00 Guðsþjónusta í kapellu Lindakirkju. Hjónin Regína Ósk og Svenni Þór leiða sönginn. Sr. Guðmundur Karl Brynjarsson þjónar. Allir hjartanlega velkomnir.

Höfundur: |2019-07-17T13:57:46+00:0017. júlí 2019 13:57|

Sunnudagurinn 14. júlí

Sunnudagaskólinn er að sjálfsögðu á sínum stað kl. 11:00. Rebbi mætir pottþétt og trúlega einhverjir fleiri góðkunningjar sunnudagaskólabarna. Um kvöldið verður messað í Lindakirkju. Fermdur verður Júlíus Garðar Gíslason, en hann býr á Spáni ásamt fjölskyldu sinni . Óskar Einarsson leiðir sönginn ásamt fríðu föruneyti og sr. Guðmundur Karl Brynjarsson þjónar. Allir velkomnir.

Höfundur: |2019-07-10T13:29:10+00:0010. júlí 2019 13:29|

Sunnudagurinn 7. júlí

Sunnudagaskóli á sínum stað kl. 11:00. Fyrir alla krakka, söngur, leikur og fróðleikur. Kl. 20:00 verður hugljúf guðsþjónusta í Kapellu Lindakirkju. Katrín Valdís Hjartardóttir syngur ásamt Páli Pálssyni á bassa og Óskari Einarssyni á píanó. Sr. Guðmundur Karl Brynjarsson þjónar. Verið hjartanlega velkomin.

Höfundur: |2019-07-03T12:35:19+00:003. júlí 2019 12:35|

Ævintýraleg kvöldstund í Lindakirkju sunnudaginn 30. júní

Í tilefni sumarsins er upplagt að brjóta upp vanann og brydda upp á nýjungum og bjóðum við því til ætvintýralegrar kvöldstundar í Lindakirkju sunnudaginn 30. júní kl. 20. Tríóið töfratónar, skipað þeim Helga Má Hannessyni píanóleikara, Kristínu Birnu Óðinsdóttur söngkonu og Steinari Kristinssyni trompetleikara, flytur vel valin lög úr teiknimyndunum sem við þekkjum öll svo [...]

Höfundur: |2019-06-26T17:01:16+00:0026. júní 2019 17:01|

Sunnudagskvöldið 23. júní

Í kvöld, sunnudaginn 23. júní, verður guðsþjónusta í Lindakirkju kl. 20. Sr. Karen Lind Ólafsdóttir þjónar og hjónin Áslaug Helga Hálfdánardóttir og Matthías Baldursson leiða lofgjörðina. Verið hjartanlega velkomin.

Höfundur: |2019-06-23T12:34:32+00:0023. júní 2019 12:34|

Sumarsólstöður með Gógó og Lísu

Föstudagur 21. júní kl. 20:30 Söngkonurnar Gógó og Lísa koma saman í Lindakirkju og flytja notalega tónlist við undirleik Hlyns Þórs Agnarssonar píanóleikara. Á efnisskrá verða ballöður, íslenskar perlur í bland við frumsamið efni. Tónleikarnir hefjast kl. 20:30 og aðgangseyrir er 3000 kr. Athugið að enginn posi er á staðnum. https://www.facebook.com/events/1661860540623966/

Höfundur: |2019-06-19T12:38:57+00:0019. júní 2019 12:36|

Hvítasunna 9. og 10. júní

9. júní Hvítasunnudagur Sunnudagaskólinn kl. 11:00. Fyrir alla krakka, söngur, leikur og fróðleikur. Kvöldmessa kl. 20:00. Óskar Einarsson stjórnar kór Lindakirkju. Fáum norskan kór í heimsókn. Holmestrand gospelkor syngur nokkur lög undir stjórn Dag Eivind Holhjem. Sr. Dís Gylfadóttir þjónar. 10. júní Annar í hvítasunnu  Tónleikar kl: 17:00. Um hvítasunnu leggur Holmestrand gospelkór leið sína [...]

Höfundur: |2019-06-05T11:13:08+00:005. júní 2019 11:05|

Sunnudagur 26. maí

Kl. 11:00 Sunnudagaskólinn verður á sínum stað. Skemmtileg samverustund,  tónlist, sögur ofl. Kl. 20:00 Tónleikar með kór Lindakirkju. Sérstakur gestur er Stefán Hilmarsson, aðrir einsöngvarar eru úr röðum kórfélaga. Um stjórn kórs og hljómsveitar sér að vanda tónlistarstjóri kirkjunnar, Óskar Einarsson. Hljómsveitina skipa auk Óskars á píanó þeir Páll Pálsson á bassa, Brynjólfur Snorrason á [...]

Höfundur: |2019-05-22T13:16:49+00:0022. maí 2019 13:16|

Tónleikar Lindakirkju kl. 20 í kvöld – Reg & Andreas

Dúettinn Reg & Andreas skipa Reg Downey and Andreas Flensted-Jensen. Reg er frá Kanada en Andreas er danskur. Þeir hafa spilað í tóneikasölum og kirkjum víða um heim síðastliðin þrjú ár. Á dagskránni eru fallegar dægurlagaperlur og lög af trúarlegum toga, sem þeir gera að sínum ásamt því að flytja eigið efni. Þeir Reg og Andreas elska lífið, hafa [...]

Höfundur: |2019-05-22T09:26:41+00:0022. maí 2019 09:25|

Fermingar 2020

Kynningarfundur um fermingarfræðsluna í Lindakirkju veturinn 2019-2020  verður haldinn í Lindakirkju miðvikudaginn 22. maí kl. 18. Að fundi loknum verður opnað fyrir skráningu í fermingarfræðslu næsta vetrar á heimasíðunni www.lindakirkja.is Kynningarbæklingur Fermingarfræðsla 2020

Höfundur: |2019-05-22T13:14:09+00:0021. maí 2019 16:39|