Fréttir

Forsíða/Fréttir

Sunnudagurinn 17. nóvember

Sunnudagaskólinn verður á sínum stað klukkan 11 þar sem við munum að sjálfsögðu syngja sunnudagaskólasöngvana okkar, heyra biblíusögu og margt margt fleira. Kl. 20 er guðsþjónusta og eru fermingarbörn og fjölskyldur þeirra sérstaklega boðin velkomin. Fermingarbörn verða með tónlistaratriði. Sr. Guðni Már Harðarson þjónar. Verið hjartanlega velkomin í Lindakirkju á sunnudaginn.

Höfundur: |2019-11-13T11:46:42+00:0013. nóvember 2019 11:46|

Máttugur miðvikudagur: lofgjörð og bænastund

Máttugur miðvikudagur: lofgjörð og bænastund á miðvikudagskvöldum. kl. 20 í safnaðarsal Lindakirkju. Þetta eru hugljúfar og notalegar stundir þar sem sungin eru lofgjörðarlög, flutt hugvekja og/eða vitnisburður og einnig er boðið upp á fyrirbæn. Þann 13. nóv. mun Sr. Dís Gylfadóttir stjórna stundinni og tónlistarhópurinn Sálmari leiðir lofgjörð. Allir hjartanlega velkomnir.

Höfundur: |2019-11-11T16:18:55+00:0011. nóvember 2019 16:18|

Helgihald 10. nóvember í Lindakirkju

Kl. 11:00 Sunnudagaskóli og 6-9 ára starf á sama tíma. Kl.20.00 í Lindakirkju minnumst við þeirra sem kvatt hafa þennan heim og voru okkur kær. Flutt verða ljóð, sálmar og tónlist sem hafa reynst fólki huggun á erfiðum tímum. Sýnd verða listaverk og myndir sem miðla von og geta hjálpað í sorgarúrvinnslu. Hægt verður að [...]

Höfundur: |2019-11-10T09:53:36+00:0010. nóvember 2019 09:49|

Frábærar viðtökur við Aðventuhátíð Lindakirkju

Síðastliðinn mánudag hófst miðasala á tix.is á Aðventuhátíð Lindakirkju sem verður 15. desember kl. 20:00. Skemmst er frá því að segja að daginn eftir var orðið uppselt. Því var ákveðið að bæta við aukasætum og bæta einnig við hátíð kl. 17:00. Miðasalan í fullum gangi á tix.is.

Höfundur: |2019-11-07T21:11:26+00:007. nóvember 2019 21:11|

Vatnsverkefni Hjálparstarfsins – Tökum vel á móti fermingarbörnunum

Þessa dagana taka fermingarbörn um land allt þátt í söfnun fyrir Hjálparstarf kirkjunnar og ganga í hús með söfnunarbauk í hönd og safna fyrir vatnsverkefnum í Eþíópíu. Áður en börnin fara af stað fræðast þau um verkefnin og um gildi samhjálpar og náungakærleiks. Fermingarbörn í Lindakirkju hafa tekið þátt í söfnuninni undanfarin ár. Söfnunin fer [...]

Höfundur: |2019-11-04T17:08:35+00:004. nóvember 2019 17:03|

Máttugur miðvikudagur: lofgjörð og bænastund

Máttugur miðvikudagur: lofgjörð og bænastund á miðvikudagskvöldum. kl. 20 í safnaðarsal Lindakirkju. Þetta eru hugljúfar og notalegar stundir þar sem sungin eru lofgjörðarlög, flutt hugvekja og/eða vitnisburður og einnig er boðið upp á fyrirbæn. Þann 6. nóv. mun Sr. Guðmundur Karl Brynjarsson stjórna stundinni. Allir hjartanlega velkomnir.

Höfundur: |2019-11-04T15:10:39+00:004. nóvember 2019 15:05|

Sunnudagurinn 3. nóvember

11:00 Sunnudagaskóli. Sunnudagskvöldið 3.nóvember kl. 20:00 býður Kór Lindakirkju til tónlistarveislu. Flutt verður blanda af kraftmikilli gospeltónlist sem lætur engan ósnortinn. Kór Lindakirkju, hljómsveit, einsöngvarar úr röðum kórfélaga og öll herlegheitin undir stjórn Óskars Einarssonar. Aðgangur á tónleikana er ókeypis en tekið verður við frjálsum framlögum til styrktar forvarnarverkefninu Eitt líf. Leiðbeinandi miðaverð er kr. [...]

Höfundur: |2019-10-31T14:14:35+00:0031. október 2019 13:53|

Máttugur miðvikudagur: lofgjörð og bænastund

Máttugur miðvikudagur: lofgjörð og bænastund verður miðvikudaginn 30. okt. kl. 20 í safnaðarsal Lindakirkju. Þetta eru hugljúfar og notalegar stundir þar sem sungin eru lofgjörðarlög, flutt hugvekja og/eða vitnisburður og einnig er boðið upp á fyrirbæn. Sr. Dís Gylfadóttir stjórnar stundinni.

Höfundur: |2019-10-28T14:02:14+00:0028. október 2019 14:02|