Fréttir

/Fréttir

KFUM og KFUK starfið hefst þriðjudaginn 17. september

KFUM og KFUK í Lindakirkju hefur lengi boðið uppá öflugt og fjölbreytt starf. Nú á þriðjudaginn var starfið í gang og verður boðið uppá pizzur og skemmtilega hópleiki á fyrsta fundi. Starfinu verður skipt með eftirfarandi hætti: Leikjastarf KFUM og KFUK á þriðjudögum fyrir 4. -7. bekk. Skiptist upp í drengja og stúlkna starf. KFUM [...]

Höfundur: |2019-09-13T15:57:53+00:0013. september 2019 15:56|

Sunnudagurinn 15. september

Sunnudagaskólinn verður að sjálfsögðu á sínum stað klukkan ellefu um morguninn. Að þessu sinni ætlum við að fræðast um hversu mikilvægt það er að ganga vel um jörðina okkar, sköpun Guðs. Að sjálfsögðu syngjum við sunnudagaskólasöngvana okkar, heyrum biblíusögu og margt margt fleira. Um kvöldið klukkan átta er guðsþjónusta. Sr. Guðmundur Karl Brynjarsson þjónar og [...]

Höfundur: |2019-09-12T14:32:14+00:0012. september 2019 14:32|

Hláturnámskeið

Skemmtilegt og uppbyggilegt sex vikna námskeið, á þriðjudögum frá 13:00-13:50, þar sem mikið er hlegið en jafnframt slakað á. Ýmis fræðsla er veitt um áhrif hláturs á líkamlega og andlega heilsu. Þau eru meiri en mörgum er kunnugt. Námskeiðið leiðir Þórdís Sigurðardóttir markþjálfi og hláturþjálfi en henni til aðstoðar er sr. Dís Gylfadóttir. Næsta hláturnámskeið hefst þriðjudaginn [...]

Höfundur: |2019-09-13T09:14:52+00:0012. september 2019 10:03|

Jóla-Buble tónleikar í Lindakirkju í lok nóvember

Lindakirkja  í samstarfi við einvala lið tónlistarfólks stendur fyrir Jóla-Bublé jólatónleikum í lok nóvember og byrjun desember. Á dagskránni verða jólalög Michael Buble leikin, en uppselt var á tvenna Jóla Buble tónleika í kirkjunni fyrra og komust færri að enn vildu. Miðaverð á tónleikanna er 4990 krónur og renna 1000 krónur af því óskiptar til [...]

Höfundur: |2019-09-11T20:55:46+00:0011. september 2019 20:50|

Súpusamvera á morgun, fimmtudaginn 12. september

Við byrjum aftur á morgun, fimmtudaginn 12. sept. kl. 12. Súpusamverur eldri borgara hafa verið ómissandi hluti af tilveru margra í Lindasókn undanfarin ár. Samverurnar eru fjölsóttar og gjarnan mæta gestir með áhugaverða fyrirlestra eða kynningar í bland við að prestarnir bregða á leik. Stundirnar verða áfram hálfsmánaðarlega á fimmtudögum kl. 12:00-13:40. Stundirnar næra í senn [...]

Höfundur: |2019-09-11T14:17:06+00:0011. september 2019 14:15|

Máttugur miðvikudagur

Máttugur miðvikudagur: lofgjörð og bænastund verður miðvikudaginn 11. sept. kl. 20 í safnaðarsal Lindakirkju. Þetta eru hugljúfar og notalegar stundir þar sem sungin eru lofgjörðarlög, flutt hugvekja og/eða vitnisburður og einnig er boðið upp á fyrirbæn. Í lok stundarinnar gefst tækifæri til að staldra við, fá sér kaffisopa og spjalla. Allir hjartanlega velkomnir

Höfundur: |2019-09-09T14:05:48+00:009. september 2019 14:02|

Helgihald 8. september. Sunnudagaskóli og 6-9 ára starf kl. 11.00, guðsþjónusta kl. 20:00

Nú er kirkjan að fyllast af sunnudagaskólabörnum, en Lindakirkja leggur mikinn metnað í barnastarfið. Regína Ósk og Svenni Þór sjá um sunnudagaskólann ásamt Sr. Guðna Má.  Guðbjörg, María og Kristrún Lilja halda síðan utan um 6-9 ára starf á sama tíma. Kl. 20:00 um kvöldið er guðsþjónusta þar sem Óskar Einarsson stýrir Kór Lindakirkju sem [...]

Höfundur: |2019-09-07T22:58:45+00:006. september 2019 22:17|

Lofgjörðarstundir nú á miðvikudagskvöldum

Fyrsta lofgjörðar- og fyrirbænastund vetrarins verður miðvikudaginn 4. sept. kl. 20 í safnaðarsal Lindakirkju. Þetta eru hugljúfar og notalegar stundir þar sem sungin eru lofgjörðarlög, flutt hugvekja og/eða vitnisburður og einnig er boðið upp á fyrirbæn. Í lok stundarinnar gefst tækifæri til að staldra við, fá sér kaffisopa og spjalla. Allir hjartanlega velkomnir.

Höfundur: |2019-09-02T09:17:11+00:002. september 2019 09:15|

Sunnudagurinn 1. september

Sunnudagaskólinn verður á sínum stað kl. 11, með tónlist, brúðuleikhúsi og biblíusögum. Kl. 20 verður messa. Kór Lindakirkju syngur undir stjórn Óskars Einarssonar. Sr. Dís Gylfadóttir þjónar. Allir hjartanlega velkomnir.

Höfundur: |2019-08-28T11:41:36+00:0028. ágúst 2019 11:16|