Unglingastarf í samvinnu við KFUM og KFUK

Lindakirkja mun nú í vetur tvískipta unglingastarfinu fyrir 8.-10. bekk. Einvala lið reyndra leiðtoga úr sumarbúðum KFUM og KFUK heldur utan um starfið.

Húsið opnar 19:30, en kl. 20:00 til 21.30 hefst formleg dagskrá þar sem boðið verður uppá Gaga-bolta, spil, Mafíu, hópleiki, Bingó og margt fleira.

Forstöðumenn í 8. bekkjarstarfinu eru: Gunnar Hrafn Sveinsson og Hreinn Pálsson. Ungleiðtogar: Andrea Rut Halldórsdóttir Ísak Jón Einarsson Salóme Pálsdóttir.

Umsjón með  9. til 10. bekkjarstarfinu sem fer fram á sama tíma eru: Arnar Ragnarsson, Hákon ArnarJónsson og Inga Hrönn Jónsdóttir.

Láttu sjá þig 🙂