Hetjan ég, sjálfsstyrkingarnámskeið fyrir 10-12 ára börn

Hetjan ÉG! vönduð námskeið fyrir stráka í 5. – 7.bekk k á vegum KFUM og KFUK í Lindakirkju og fyrir stelpur í 5. – 7. bekk á vegum KFUM og KFUK í Digranes-og Hjallakirkju hefjast mánudaginn 15. febrúar nk.
Markmið námskeiðsins er að miðla markmiðasetningu, félagsfærni og jákvæðri sjálfsmynd. Einnig verður farið yfir mikilvægi þess að taka ábyrgð, hrósa og þora að takast á við áskoranir.
Námskeiðin verða í Lindakirkju og Digranes- og Hjallakirkju á mánudögum frá 16:30-18:00 og samanstendur af 6 samverum auk sólarhringsferðar í Vatnaskóg.
Fyrsta samveran verður mánudaginn 15. febrúar kl. 16:30-18:00 og svo vikulega í 6 vikur en ferðin í Vatnaskóg verður tæpur sólarhringur frá föstudegi til laugardags.
Hver samvera hefst á því að börnin setjast niður og fá sér hressingu saman áður en farið er í leiki og skapandi verkefni. En markmiðum námskeiðsins verður náð fram með fjölbreyttum og skemmtilegum leikjum,klípusögum, leiklist og samvinnuverkefnum. Námskeiðið er sett saman af þverfaglegum hópi með mikla reynslu úr barna og æskulýðsstarfi í hópnum eru félagsráðgjafar, fjölskyldufræðingur, prestur, tómsstundafræðingur, íþróttafræðingur og nemi á menntavísindasviði,
Þátttakendur á námskeiðinu geta minnst verið 8 og mest 18.
Skráning á bæði námskeiðin hefst síðar í vikunni
Frekari upplýsingar veita Unnur Ýr Kristinsdóttir (unnur@kfum.is), sr. Guðni Már Harðarson (gudni@lindakirkja.is) eða sr. Helga Kolbeinsdóttir (helga@digraneskirkja.is)

Aldur:
10-12 ára

Stúlkur:
Digraneskirkja

Drengir:
Lindakirkja

Tímasetning:
Mánudagar kl. 16:30 – 18:00

Verð:
15.000 kr

Skrá á námskeiðið