Karlakaffi miðvikudaginn 5. febrúar. kl. 10
Karlakaffi er skemmtileg nýjung í starfi Lindakirkju þar sem körlum gefst tækifæri að koma og þiggja vínarbrauð og kaffi, spjalla og njóta samfélags.
Gestur miðvikudagsins er Bjarni Gíslasson, framkvæmdarstjóri Hjálparstarfs kirkjunnar og fyrrverandi trúboði. Hann ætlar að kynna okkur fyrir því mikla og faglega starfi sem Hjálparstarfið stendur fyrir, bæði innanlands og erlendis.
Allir karlmenn velkomnir.