Við byrjum með sunnudagaskóla kl. 11. Sunnudagaskólakennarar leiða stundina.
Guðsþjónusta kl. 20.
Fermingarbörn og fjölskyldur þeirra sérstaklega hvött til að mæta. Bræðurnir í VÆB,
Diljá Péturs og stúlkur úr Unglingagospelkór syngja. Fermingarbörn lesa ritningarvers og sjá um bænir.
Kór Lindakirkju verður á sínum stað undir stjórn Óskars Einarssonar.
Hálfdán Helgi Matthíasson VÆB-bróðir flytur hugleiðingu. Áslaug Helga djákni leiðir stundina.
Öll velkomin.
Guðsþjónustunni verður streymt á facebook síðu og heimasíðu Lindakirkju