Í gær kvöddum við í Lindakirkju góðan vin hann Ólaf Axelsson.
Óli bjó í næsta nágrenni við kirkjuna og hafði auga með húsinu og fylgdist vel með.
Það var ekki nóg með að hann hefði alltaf góð ráð á takteinum varðandi framkvæmdir og
viðhald kirkjunnar heldur kom hann líka að skipulagningu ferða í eldri borgara starfinu.
Það er með miklu þakklæti og virðingu sem við kveðjum Óla vin okkur og eigum eftir að sakna heimsókna hans og góðra ráða.