SKÍRDAGUR kl. 20

Í kapellu Lindakirkju. Við komum saman til heilagrar kvöldmáltíðar kring um altari trésmiðsins, syngjum og njótum fallegrar tónlistar í umsjá Óskars Einarsson. Sr. Guðni Már Harðarson flytur hugvekju. Spjall og gott samfélag að athöfn lokinni.

FÖSTUDAGURINN LANGI kl. 20

Óskar Einarsson og Áslaug Helga Hálfdánardóttir sjá um tónlistina. Lesnir verða valdir kaflar píslarsögu Krists í Jóhannesarguðspjalli. sr. Guðni Már Harðarson flytur hugvekju. Spjall og gott samfélag að athöfn lokinni.

PÁSKADAGUR KL. 9 OG KL. 11

KRISTUR ER UPPRISINN – Páskaguðsþjónusta kl 9. Kór Lindakirkju syngur undir stjórn Óskars Einarssonar. Sr. Dís Gylfadóttir þjónar. Að guðsþjónustu lokinni er boðið til morgunverðar og er öllum frjálst að leggja eitthvað til á morgunverðarborðið.

Kl 11:00  sunnudagaskóli. Regína Ósk og Svenni Þór annast hátíðlegan sunnudagaskóla. Páskaeggjaleit fyrir börnin.