Heil og sæl, þá er komið að stórviðburði hjá kvikmyndaklúbbnum!Turning Red og leiklistaræfingarMiðvikudaginn 6. mars fáum við heimsókn frá leikkonunni Berglindi Höllu sem ætlar að kenna hópnum nokkrar skemmtilegar leiklistaræfingar en sýnum svo nýju stórmyndina, Turning Red!Myndin fjallar um hina þrettán ára Mei Lee sem er farin að finna fyrir breytingum á sjálfri sér, eins og fylgir oftast því að verða táningur.
Hún hefur alltaf verið draumabarn foreldra sinna en núna ræður hún verr við tilfinningar sínar og foreldrar hennar fara gjarnan í taugarnar á henni.Það sem gerir allt svo enn erfiðara er að Mei Lee breytist í stóra, rauða pöndu þegar hún missir stjórn á skapi sínu.Mun Mei Lee finna leið til læra á tilfinningar sínar og komast hjá því að breytast í rauða pöndu?