Sunnudagaskóli kl. 11:00. Að þessu sinni höfum við kirkjubrall en þá komum við saman og eigum skemmtilega samveru, föndrum og bröllum ýmislegt.
Um kvöldið kl.20:00 verður tónleikamessa þar sem flutt verða eingöngu lög eftir Áslaugu Helgu Hálfdánardóttur djákna.
Einnig mun hún sjá um hugleiðingu.

Guðsþjónustunni verður streymt á facebook síðu og heimasíðu Lindakirkju

Verið hjartanlega velkomin!