Sunnudagaskóli verður á sínum stað kl. 11. Sr. Guðni Már Harðarson leiðir stundina ásamt sunnudagaskólakennurunum.

Um kvöldið kl. 20:00 er fermingarbarnamessa og mun rithöfundurinn og ljóðskáldið Sigurbjörn Þorkelsson koma til okkar í Lindakirkju
og flytur hugvekju og nokkur ljóða hans verða flutt. Meðal annars eitt sem Stefan Birkisson hefur samið lag við og
Kór Lindakirkju mun syngja undir stjórn Óskar Einarssonar. Sigurbjörn er mikill vinur okkar í Lindakirkju og hefur oft sinnis talað á viðburðum á vegum kirkjunnar.
Sr. Guðni Már Harðarson þjónar.

Verið öll hjartanlega velkomin í Lindakirkju sunnudagskvöldið 28. janúar kl. 20:00