Amerískt þema á samveru eldri borgara fimmtudaginn 25. janúar kl. 12:00.
Það verður mikið um dýrðir í Lindakirkju á morgun fimmtudag. Salurinn verður skreyttur í anda bandaríkja sjötta áratugarins og boðið uppá hamborgara, franskar og Coke.
Stórsöngvarinn Stefán Helgi Stefánsson, Elvis Íslands, kemur og skemmtir eins og honum einum er lagið.
Prestar kirkjunnar sjá svo um helgistund.
Verið öll velkomin.