Sunnudagaskólinn verður á sínum stað kl. 11.

kl. 20:00 er Kaffihúsamessa. Jólaleg stund í safnaðarsal Lindakirkju þar sem Ágústa okkar býður upp á kaffi og smákökur.
Við syngjum saman nokkur vel valin jólalög en fáum einnig flott tónlistaratriði. Agnes Elín Davíðsdóttir, Aldís María Sigursveinsdóttir og Magnús Hinrik Matthíasson
eru öll frábært upprennandi söngfólk en þau syngja einsöng og blása í leiðinni lífi í jólaandann, Matthías V. Baldursson leikur á píanó.
Áslaug Helga djákni flytur hugleiðingu og hefur umsjón með stundinni.

Öll velkomin