Sunnudagaskólinn í umsjón Regínu og Svenna hefst að venju klukkan ellefu. Vonandi sjáum við ykkur sem flest því það verður sko mikið fjör.

Um kvöldið klukkan átta verður guðsþjónusta sem er sérstaklega tileinkuð fermingarbörnum og fjölskyldum þeirra. Fermingarbörn lesa ritningarlestra, Hljómsveitin Krummafótur leikur nokkur vel valin lög ásamt Kór Lindakirkju undir stjórn Óskars Einarssonar. Sr. Dís Gylfadóttir leiðir stundina.