Aðventuhátíð Lindakirkju verður haldin sunnudaginn 26. nóvember kl. 20:00

Hátíðin er í senn fjölbreytt kvöldvaka og tónleikar fyrir alla fjölskylduna.

Kór Lindakirkju, Barnakór og Unglingagospelkór Lindakirkju syngja, bræðurnir í VÆB troða upp, eðalhjónin og sunnudagaskólakennararnir Regína Ósk og Svenni Þór koma auk þess fram ásamt fleirum.

Á aðventuhátíðinni verður meðal annars frumfluttur nýr örsöngleikur fyrir barnakóra- Gott ráð, Engilráð eftir sr. Guðmund Karl Brynjarsson í útsetningu Óskars Einarssonar. Söngleikurinn byggir á nýútkominni samnefndri bók Elínar Elísabetar Jóhannsdóttur Löve, myndskreytt af Sigrúnu Hönnu. 

Tónlistarstjóri er Óskar Einarsson.

Fjöldi fólks á öllum aldri sem kemur að starfi Lindakirkju annast kynningar. 

Miðar eru seldir á tix.is

Miðaverð er aðeins 2.500 kr.