Allraheilagramessa -Edda Björgvins flytur hugvekju 

Sunnudagaskólinn verður á sínum stað klukkan 11:00.

Í tilefni af Allraheilagramessu verður kvöldguðsþjónustan kl. 20:00 ljúf minningarstund þar sem fólk getur minnst ástvina sem fallnir eru frá.
Kór Lindakirkju, undir stjórn Óskars Einarssonar, syngur hugljúf lög og sálma sem hæfa tilefninu.
Edda Björgvinsdóttir leikkona flytjur hugvekju en hún hefur nýlega lokið námi í sálgæslu. Boðið verður upp á að kveikja á kertum til minningar um ástvini.
Séra Guðni Már Harðarson leiðir stundina.