Vinir Ragga Bjarna – tónleikar 26. október kl. 12

Vinir Ragga Bjarna – tónleikar 26. október kl. 12

Vinir Ragga Bjarna í Lindakirkju 26. október

Næsta fimmtudag, 26. október kl. 12:00 munu söngvararnir og gleðigjafarnir Björgvin Franz Gíslason, Þorgeir Ástvaldsson og Ásgeir Páll Ágústsson vera með hádegisskemmtun í Lindakirkju að hætti stórvinar þeirra Ragga Bjarna. Þeir félagarnir hafa sett saman vandaða dagskrá þar sem þeir syngja lög Ragga Bjarna og segja skemmtilegar sögur og brandara frá ferli söngvarans ástsæla.
Allur ágóði af tónleikunum mun renna í Lyftusjóð Lindakirkju. Lyftan gerir öllum mögulegt að taka þátt í barna- og unglingastarfinu sem er nú komið með frábæra aðstöðu í kjallara. Sömuleiðis gerir hún okkur öllum turn Lindakirkju færan, sem er sannarlega þess virði að geta notið þess frábæra útsýnis sem er þaðan. Miðaverð á skemmtunina er 3.900 krónur og fer miðasala fram hér.
2023-10-21T17:09:31+00:0020. október 2023 15:24|

Deildu þessu með vinum þínum!

Go to Top