Fimmtudaginn 21. september verður farið í haustferð Lindakirkju í stað hefðbundinnar samveru. ATHUGIÐ BREYTTAR TÍMASETNINGAR!

Lagt verður af stað frá Lindakirkju kl. 10:00 suður með sjó. Komið verður við í Útskálakirkju í Garði og snæddur hádegisverður á El Faro sem einnig er í Garðinum.

Eftir matinn verður farið í Rokksafnið í Hljómahöllinni. Áætluð heimkoma kl. 16:30.

Verð á mann 12.000 kr. Skráning í ferðina er á lindakirkja.is eða hér