Síðasti sunnudagaskólinn fyrir sumarfrí hefst klukkan ellefu. Mikið fjör að venju, söngur, leikir, biblíusaga og margt fleira. Um kvöldið klukkan átta er guðsþjónusta. Óskar Einarsson situr við píanóið og með honum verður Áslaug Helga Hálfdánardóttir sem leiðir safnaðarsönginn og syngur fyrir okkur. Sr. Guðmundur Karl Brynjarsson þjónar.