Eins og fram kom í fréttum Ríkisútvarpsins í gærkvöldi telur starfshópur á vegum Sorpu að nýrri stöð í stað hinnar sem loka á á Dalvegi sé best fyrir komið á skika lands af Kópavogskirkjugarði.
Okkur í Lindakirkju kom þessi frétt jafn mikið á óvart og flestum öðrum landsmönnum. Okkar álits var ekki leitað, enda er málið augljóslega stutt á veg komið. Um það ber vitni færsla frá bæjarstjóra Kópavogs í kjölfar fréttarinnar um að meirihluti bæjarstjórnar telji starfsemi Sorpu betur fyrir komið annars staðar.