Í Lindakirkju er verið að undirbúa dagskrána á skírdag, föstudaginn langa og páskadag.
Í morgun stóð sóknarpresturinn í ströngu í eldhúsinu við að baka altarisbrauðið fyrir skírdagskvöld. Helgistundin á skírdag hefst kl. 20. Hún ber yfirskriftina Lífið – Gjöf eða gjald? Tónlistin er í höndum Óskars Einarssonar. Að lokinni helgistund verður boðið upp á kaffiveitingar.

Að kvöldi föstudagsins langa kl. 20 verður stund sem við köllum Passía og Pétur Ben. Lesið verður úr píslarsögu Jóhannesarguðspjalls, hugvekja og hin frábæri tónlistarmaður Pétur Ben flytur bæði frumsamda tónlist og efni eftir aðra. Á páskadagsmorgun kl. 9 er páskaguðsþjónusta. Kór Lindakirkju syngur undir stjórn Óskars Einarssonar. Sr. Guðni Már Harðarson þjónar. Að guðsþjónustu lokinni er boðið til morgunverðar og er öllum frjálst að leggja eitthvað til á morgunverðarborðið.
Sunnudagaskóli hefst kl. 11. Regína Ósk og Svenni Þór, Guðbjörg og María annast hátíðlegan sunnudagaskóla ásamt sr. Guðna Má. Páskaeggjaleit fyrir börnin.