Nú er komið að fyrstu fermingarhelgi í Lindakirkju og verða tvær fermingarathafnir á laugardaginn og ein á sunnudaginn.
En að öðru leyti verður helgin með venjubundnu sniði:
Sunnudagaskóli verður kl. 11:00,
að þessu sinni verður sunnudagaskólinn ekki í safnaðarsalnum eins og venjulega heldur í kirkjusalnum.
Guðsþjónusta kl. 20:00. Stefán Birkisson og félagar sjá um tónlistina. Sigurbjörn Þorkelsson rithöfundur og ljóðskáld flytur hugvekju.
Sr. Dís Gylfadóttir þjónar.

Guðsþjónustunni verður streymt á facebook síðu og heimasíðu Lindakirkju

Allir hjartanlega velkomnir