Sunnudagaskólinn verður að sjálfsögðu klukkan ellefu. Við hlökkum til að sjá ykkur.

Um kvöldið klukkan átta er fjölskylduguðsþjónusta í tilefni af Æskulýðsdegi þjóðkirkjunnar. Biskup Íslands, Agnes M. Sigurðardóttir flytur ávarp, Barnakór og Unglingagospelkór Lindakirkju syngja undir stjórn Áslaugar Helgu og Hjördísar Önnu, Kór Lindakirkju syngur undir stjórn Óskars Einarssonar og unglingar úr æskulýðsstarfi kirkjunnar sýna video. Allir prestar Lindakirkju þjóna.