Countryfestivalið – næsta sunnudag

Countryfestivalið – næsta sunnudag

Country festival 26. febrúar.

Þann 26. febrúar næstkomandi stendur Lindakirkja fyrir stórtónleikunum Lindakirkja Country festival.

Bandarískar Country perlur frá ýmsum tímum fluttar af frábærum listamönnum; Sarah Hobbs og Milo Deering frá Texas, en bæði eru þau í fremstu röð Country listamanna. Sarah er söngkona en Milo er talinn einn besti Pedal Steel gítarleikari í heiminum. Milo er auk þess afbragsgóður fiðluleikari með meiru. Auk þess skörtum við Arnari Inga Ólafssyni en hann hefur oft verið nefndur Johnny Cash Íslands, Diljá Pétursdóttur úr Kór Lindakirkju og okkar alíslenska Texas countrymeistara Axel O. Að sjálfsögðu er Kór Lindakirkju einnig í lykilhlutverki á tónleikunum.

Tónlistarstjóri er Óskar Einarsson en auk hans og Milo Deering er hljómsveitin skipuð Brynjólfi SnorrasyniPáli Elvari PálssyniPétri Erlendssyni og Sigurgeiri Sigmundssyni.

Uppselt er á tónleikana kl. 20:00. Enn til miðar á aukatónleikana kl. 16:00.

Miðaverð er 5.900
Miðar eru seldir á https://klik.is/

ATH: Sæti eru ónúmeruð

 

2023-02-24T15:13:10+00:0024. febrúar 2023 15:04|

Deildu þessu með vinum þínum!

Go to Top