Vegna kántrýtónleika í Lindakirkju sunnudagskvöldið 26. febrúar kl. 20 færist hefðbundin guðsþjónusta safnaðarins fram til kl. 11.00. Þá verður fjölskylduguðsþjónusta í safnaðarsal kirkjunnar sem hentar jafnt ungum sem öldnum. Töframaðurinn Einar Aron mætir og sýnir töfrabrögð og flytur hugvekju. Tónlist verður í höndum Emils Hreiðars Björnssonar og Írisar Lindar Verudóttur. Sr. Guðni Már Harðarsson þjónar.