Á morgun miðvikudaginn 7. desember verður jólasamvera hjá kvikmyndaáhugakrökkum sem hafa hittst í Lindakirkju á haustönn.
Íslenska jólamyndin Birta verður sýnd, en leikstjóri myndarinnar Bragi Þór Hinriksson mætir og segir frá tilurð myndarinnar og svarar spurningum sem og
leikkonan unga Margrét Júlía Reynisdóttir sem vann einmitt til alþjóðlegra verðlauna fyrir leik sinn.
Boðið verður uppá popp og djús og eru öll börn velkominn að koma og njóta þessarar góðu jólamyndar sem sló í gegn á síðasta ári.
Aðgangur er ókeypis en stundin hefst kl. 16.00 í safnaðarsal Lindakirkju og lýkur rétt fyrir kl. 18:00.