Sunnudagaskólinn verður á sínum stað klukkan 11:00 en einnig er boðið upp á dagskrá við hæfi 6-9 ára barna á sama tíma.

Í tilefni af allraheilagramessu verður kvöldguðsþjónustan kl. 20:00 ljúf minningarstund þar sem fólk getur minnst ástvina sem fallnir eru frá.
Félagar úr Kór Lindakirkju, undir stjórn Óskars Einarssonar, syngja hugljúf lög og sálma sem hæfa tilefninu.
Einnig flytja Rolf og Ulla tónlist. Boðið verður upp á að kveikja á kertum til minningar um ástvini.
Séra Dís Gylfadóttir verður með hugleiðingu um sorg, söknuð og sorgarúrvinnslu.

Guðsþjónustunni verður streymt á facebooksíðu og heimasíðu Lindakirkju.

Öll hjartanlega velkomin!