Við minnum á að fermingarfræðslan byrjar með námskeiði á morgun þriðjudaginn 16. ágúst og stendur fram á föstudag 19. ágúst. Þá daga mæta Linda- og Salaskóli fyrir hádegi (9-12) og Hörðuvalla- og Vatnsendaskóli eftir hádegi (13-16). Best er að börnin séu búin að fá sér morgun/hádegismat en boðið verður upp á ávexti í frímínútum. Ef tímasetning hentar ekki einhverjum, hvort sem það er fyrir eða eftir hádegi, má skipta og koma með hinum hópnum.
Í september byrja síðan vikulegir tímar í fermingarfræðslu fram að fermingum næsta vor en tímasetning verður auglýst síðar eftir að stundarskrár skólanna liggja fyrir. Ef spurningar vakna er velkomið að hafa samband í síma 544 4477 eða senda tölvupóst á lindakirkja@lindakirkja.is