Sunnudagurinn 12. júní hefst með sumarhressum sunnudagaskóla kl. 11:00.  Kannski lætur Nebbi sjá sig, nú eða Tófa? Ætli Hafdís og Klemmi mæti? Eitt er öruggt. Rebbi verður þar! En þú?
Um kvöldið kl. 20 verður guðsþjónusta. Tónlistin verður nánast eingöngu Country n´Western. Fluttir verða bandarískir sálmar. Axel Ó mætir með fríðu föruneyti frá Texas.  Fyrsta ber að telja Sarah Hobbs sem unnið til fjölda verðlauna sem country söngkona undanfarin ár.  Einnig ber að nefna fiðlu og pedal steel leikarann Milo Deering, sem er einn virtasti hljóðfæraleikari í country tónlistinni, sem hefur meðal annars spilað með The Eagles,  Don Henley,  LeeAnn Rimes og Madonna svo einverjir séu nefndir. Ekki má gleyma Páli Pálssyni, bassaleikara og Óskari Einarssyni sem leikur á flygilinn og stjórnar Kór Lindakirkju. Prestur er Guðmundur Karl Brynjarsson. Öllum er boðið, ókeypis inn. Ótrúlegt en satt!