Hvað: Kvikmyndaáhugakrakkar (7-11 ára)

Hvenær: Miðvikudaginn 18. maí 2022

Hvar: Aðalinngangur Lindakirkju

 Miðvikudaginn 18. maí næstkomandi mun Lindakirkja bjóða kvikmyndaáhugakrökkum uppá bíóupplifun í kirkjunni.

Hópnum er ætlað að leiða saman áhugasama einstaklinga á aldrinum 7-11 ára og gefa þeim tækifæri til að horfa saman á áhugaverða kvikmyndir og  þróa og dýpka áhuga sinn á kvikmyndum.
Fyrsta kvikmynd á dagskrá er hin margslungna Óskarsverðlaunamynd Spirited away. Í kvikmyndinni tekst hin 10 ára gamla Chichiro á við freistingar, áskoranir og ógnanir í hliðstæðum veruleika.

Að sýningu lokinni munu Séra Guðni Már og Ásdís Káradóttir leiða hugvekju og slökun í tengslum við efni myndarinnar. Lindakirkja býður upp á popp og ávexti.

Dagskrá hefst kl. 16:30.