Fimmtudaginn 12. maí verður lagt af stað kl. 7:30 frá Lindakirkju í hina árlegu óvissuferð eldri borgara. Athugið að mikilvægt er að mæta stundvíslega þar sem við þurfum að ná ferjunni.

Farið verður til Vestmannaeyja en ekki verður meira gefið upp um dagskrána. Þetta verður um 12 tíma langt ferðalag og við lofum að sjálfsögðu fjölbreyttum og skemmtilegum degi.

Ferðin kostar 19.000 kr. á mann en aðeins er pláss fyrir 44 manns.  Skráning og greiðsla fer fram á heimasíðu Lindakirkju á lindakirkja.is.