Nú fara fermingar í hönd og er þetta fyrsta fermingarhelgin af þremur. Því verður sunnudagaskólinn í kirkjunni næstu þrjá sunnudaga, en á sama tíma kl. 11:00. Sr. Guðni Már Harðarson leiðir stundina ásamt sunnudagaskólakennurum.

Guðsþjónusta kl. 20:00. Félagar úr kór Lindakirkju leiða lofgjörð undir stjórn Óskars Einarssonar. Sr. Guðni Már Harðarson þjónar.