Fimmtudaginn 24. mars kl. 12:00 munu söngvararnir og gleðigjafarnir Björgvin Franz Gíslason, Þorgeir Ástvaldsson og Ásgeir Páll Ágústsson vera með hádegisskemmtun í Lindakirkju að hætti stórvinar þeirra Ragga Bjarna. Þeir félagarnir hafa sett saman vandaða dagskrá þar sem þeir syngja lög Ragga Bjarna og segja stórskemmtilegar sögur og brandara frá ferli stórsöngvarans.
Allur ágóði af tónleikunum mun renna til uppbyggingar í barna og unglingastarfi Lindakirkju en sóknarnefndin safnar nú fyrir framkvæmdum í kjallara kirkjunnar þar sem byggja á upp vandaða aðstöðu fyrir hið þróttmikla barna og unglingastarf kirkjunnar. Miðaverð á skemmtunina er 3900 krónur og fer miðasala fram hér.