Auðvitað verður sunnudagaskólinn kl. 11 um morguninn og við hlökkum mikið til að sjá hressa krakka og fjölskyldur þeirra og eiga með þeim skemmtilega og góða stund.
Í guðsþjónustunni um kvöldið kl. 20 verður sérstaklega beðið fyrir stríðinu í Úkraínu. Eyþór Ingi Gunnlaugsson syngur með Kór Lindakirkju, sem er undir öruggri stjórn Óskars Einarssonar.
Tekið verður á móti frjálsum framlögum í neyðarsöfnun Hjálparstarfs kirkjunnar. Leggjum okkar af mörkum annað hvort í messunni eða í gegn um heimasíðu hjálparstarfsins HELP.IS
Sr. Guðmundur Karl Brynjarsson þjónar. Verið öll hjartanlega velkomin.