Sunnudaginn 27. febrúar síðastliðinn var því fagnað að 20 ár eru liðin síðan Lindasókn var stofnuð. Af því tilefni voru þau tvö sem setið hafa í sóknarnefnd frá stofnun safnaðarins, Arnór L. Pálsson, formaður sóknarnefndar og María Kristín Lárusdóttir, sem tekið hefur að sér ýmis hlutverk í Lindakirkju, heiðruð í guðsþjónustunni.
Á myndinni eru þau Arnór og María að taka við viðurkenningunni og með þeim eru prestar Lindakirkju, Guðni Már Harðarson, Dís Gylfadóttir og Guðmundur Karl Brynjarsson.
Mynd: Geir A. Guðsteinsson