Kór Lindakirkju er að gefa út nýtt lag sem ber titilinn My prayer. Lag og texti er eftir kórfélagann Áslaugu Helgu og útsetningu gerði stjórnandinn Óskar Einarsson. Innan Lindakirkju er öflugur hópur fólks sem semur nýja íslenska Gospeltónlist og er því frábært að fá nýsmíði upptekna og á stafrænt form. Lagið er bæði að finna á Spotify og á Youtube. My prayer eða bænin, mín fjallar um óttann og talar því vel inn í aðstæður dagsins í dag eins og segir í Jósúabók 1:9 „Óttastu ekki og láttu ekki hugfallast því að Drottinn, Guð þinn, er með þér hvert sem þú ferð“.