Máttugir miðvikudagar eru hugljúfar og blessunarríkar stundir þar sem sungin er lofgjörð og flutt hugvekja eða vitnisburður, en í lok stundanna er boðið upp á fyrirbæn. Einstakur hópur sjálfboðaliða hefur annast þetta dýrmæta starf á undanförnum árum í samvinnu við presta Lindakirkju. Steinar Kristinsson, trompetleikari mun leiða tónlistarhópinn í vetur. Sr. Dís Gylfadóttir leiðir stundina 27. okt. og flytur hugvekju.